Björgvin Gíslason látinn Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 11:07 Björgvin má með réttu heita vitrúós á sinn gítar. Hann varð bráðkvaddur í gær. Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma. Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni. Andlát Tónlist Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni.
Andlát Tónlist Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira