Páll Bergþórsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 12:44 Páll Bergþórsson var vinsæll veðurfræðingur sem var óhræddur við að segja skoðanir sínar. Hann var líka óhræddur við að fara í fallhlífarstökk á tíræðisaldri. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, er látinn hundrað ára að aldri. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir stutt veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bergþóri syni Páls. Starfsævi Páls er rakin ítarlega á vef Veðurstofunnar þar sem Páll varði stórum hluta lífs síns í starfi sem veðurfræðingur. Páll á vaktinni á Veðurstofu Íslands. Páll fæddist að Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla frá 1953 og lauk fil.kand.-prófi 1955. Á árinu 1958 dvaldist hann í Osló í nokkra mánuði við rannsóknir til undirbúnings tveggja daga veðurspáa. Þá vann hann við rannsóknir á spáaðferðum við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) í Reading í Bretlandi hálft árið 1980. Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfarsrannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri. Á myndinni er Páll að teikna veðurkort og vinna. Auk starfa að veðurþjónustu sinnti Páll fjölþættum verkefnum í hlutverki sínu sem veðurfræðingur. Hann var fulltrúi í starfsnefnd um gagnaöflun og gagnanotkun á norrænum veðurstofum og formaður hennar um skeið. Hann vann veturinn 1954 til 1955, ásamt Bo R. Doos, frumherjastarf við tölvugreiningu og teikningu veðurkorta og oft er í fræðiritum vísað til aðferðar þeirra. Hann flutti veðurfregnir í sjónvarpi frá upphafi þeirra 1967 og allt til 1989. Um skeið var Páll kennari á námskeiðum fyrir flugnema og kenndi í almenna og hagnýta veðurfræði við Háskóla Íslands frá 1971 til 1982. Hann sat í ritnefnd tímaritsins Veðrið frá 1958 til 1978 og lagði því mikið til af áhugaverðu efni. Páll var fræðari af lífi og sál og tengdi veður og hag helstu atvinnuvega landsins, ekki síst landbúnaðar, saman með skipulögðum og skýrum hætti. Hann var kunnur smekkmaður á íslenskt mál, bæði talað og ritað, mjög áheyrilegur fyrirlesari og skrifaði afar fallega rithönd. Hann var meðal frumkvöðla hérlendis um rannsóknir á veðurfarsbreytingum og beindi snemma sjónum að hnattrænni hlýnun og þá ekki síst hvaða áhrif hún hefði á íslenskan landbúnað. Þá rannsakaði hann samspil veðurfars og mannfjöldaþróunar. Allt frá 1969 gerði Páll um árabil árlegar spár um hafís við Ísland byggðar á hita á Jan Mayen sumarið og haustið á undan. Þá birti hann um alllangt skeið frá 1976 árlegar spár í apríllok um heyfeng á landinu. Hann kom veðurfregnum í sjónvarpi þannig á framfæri að auðskilið var almenningi. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og síðar veðurstofustjóri (1989-1993), skýrir veðurkort í sjónvarpssal árið 1974. Veðurspár í sjónvarpi hófust 6. febrúar 1967.Veðurstofa Íslands Hann flutti fjölda útvarpserinda um veður við miklar vinsældir, jafnframt hugleiðingum um lífið í landinu, og bók hans Loftin blá sem út kom 1957 er byggð á þessu efni. Páll hefur ennfremur samið samið bókarhluta, kennsluefni og skýrslur um veðurfræði og ritað mikinn fjölda greina um þau fræði og skyld efni í blöð og tímarit. Ennfremur hefur hann rannsakað landafundi norrænna manna í Vesturheimi um árið 1000, m.a. með ferðalögum þangað vestur, og gaf út bókina Vínlandsgátan um þessi efni árið 1997. Páll gaf sig mikið að félagsmálum og sat m.a. í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands, Starfsmannafélags ríkisstofnana, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og Landverndar. Ennfremur sat hann í stjórn Íslenska járnblendifélagsins og Flugráði um tíma. Páll hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir – var staðfastur sósíalisti – og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í vinstrihreyfingunni. Þannig var hann formaður Æskulýðsfylkingarinnar og Sósíalistafélags Reykjavíkur um hríð og sat í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, síðar Alþýðubandalagsins og var frambjóðandi þess í Mýrasýslu í Alþingiskosningunum 1956. Páll var góður lausavísnahöfundur og þýddi söngtexta. Um tíma sá hann við annan mann um skemmtiþátt í útvarpi. Þrátt fyrir að Páll hefði lokið sinni starfsævi á Veðurstofunni og væri kominn á eftirlaun hætti hann síður en svo afskiptum af þeim fræðum sem áttu hug hans allan. Lengstum síðan hefur hann sinnt þessum áhugamálum sínum af kappi og tekið virkan þátt í samkomum og skoðanaskiptum veðurfræðinga og annarra fræðimanna. Andlát Tengdar fréttir Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. 13. ágúst 2023 13:44 Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. 13. ágúst 2021 20:01 Hefðir veita öryggistilfinningu Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna. 30. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bergþóri syni Páls. Starfsævi Páls er rakin ítarlega á vef Veðurstofunnar þar sem Páll varði stórum hluta lífs síns í starfi sem veðurfræðingur. Páll á vaktinni á Veðurstofu Íslands. Páll fæddist að Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla frá 1953 og lauk fil.kand.-prófi 1955. Á árinu 1958 dvaldist hann í Osló í nokkra mánuði við rannsóknir til undirbúnings tveggja daga veðurspáa. Þá vann hann við rannsóknir á spáaðferðum við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) í Reading í Bretlandi hálft árið 1980. Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfarsrannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri. Á myndinni er Páll að teikna veðurkort og vinna. Auk starfa að veðurþjónustu sinnti Páll fjölþættum verkefnum í hlutverki sínu sem veðurfræðingur. Hann var fulltrúi í starfsnefnd um gagnaöflun og gagnanotkun á norrænum veðurstofum og formaður hennar um skeið. Hann vann veturinn 1954 til 1955, ásamt Bo R. Doos, frumherjastarf við tölvugreiningu og teikningu veðurkorta og oft er í fræðiritum vísað til aðferðar þeirra. Hann flutti veðurfregnir í sjónvarpi frá upphafi þeirra 1967 og allt til 1989. Um skeið var Páll kennari á námskeiðum fyrir flugnema og kenndi í almenna og hagnýta veðurfræði við Háskóla Íslands frá 1971 til 1982. Hann sat í ritnefnd tímaritsins Veðrið frá 1958 til 1978 og lagði því mikið til af áhugaverðu efni. Páll var fræðari af lífi og sál og tengdi veður og hag helstu atvinnuvega landsins, ekki síst landbúnaðar, saman með skipulögðum og skýrum hætti. Hann var kunnur smekkmaður á íslenskt mál, bæði talað og ritað, mjög áheyrilegur fyrirlesari og skrifaði afar fallega rithönd. Hann var meðal frumkvöðla hérlendis um rannsóknir á veðurfarsbreytingum og beindi snemma sjónum að hnattrænni hlýnun og þá ekki síst hvaða áhrif hún hefði á íslenskan landbúnað. Þá rannsakaði hann samspil veðurfars og mannfjöldaþróunar. Allt frá 1969 gerði Páll um árabil árlegar spár um hafís við Ísland byggðar á hita á Jan Mayen sumarið og haustið á undan. Þá birti hann um alllangt skeið frá 1976 árlegar spár í apríllok um heyfeng á landinu. Hann kom veðurfregnum í sjónvarpi þannig á framfæri að auðskilið var almenningi. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og síðar veðurstofustjóri (1989-1993), skýrir veðurkort í sjónvarpssal árið 1974. Veðurspár í sjónvarpi hófust 6. febrúar 1967.Veðurstofa Íslands Hann flutti fjölda útvarpserinda um veður við miklar vinsældir, jafnframt hugleiðingum um lífið í landinu, og bók hans Loftin blá sem út kom 1957 er byggð á þessu efni. Páll hefur ennfremur samið samið bókarhluta, kennsluefni og skýrslur um veðurfræði og ritað mikinn fjölda greina um þau fræði og skyld efni í blöð og tímarit. Ennfremur hefur hann rannsakað landafundi norrænna manna í Vesturheimi um árið 1000, m.a. með ferðalögum þangað vestur, og gaf út bókina Vínlandsgátan um þessi efni árið 1997. Páll gaf sig mikið að félagsmálum og sat m.a. í stjórn Stúdentafélags Háskóla Íslands, Starfsmannafélags ríkisstofnana, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og Landverndar. Ennfremur sat hann í stjórn Íslenska járnblendifélagsins og Flugráði um tíma. Páll hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir – var staðfastur sósíalisti – og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í vinstrihreyfingunni. Þannig var hann formaður Æskulýðsfylkingarinnar og Sósíalistafélags Reykjavíkur um hríð og sat í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, síðar Alþýðubandalagsins og var frambjóðandi þess í Mýrasýslu í Alþingiskosningunum 1956. Páll var góður lausavísnahöfundur og þýddi söngtexta. Um tíma sá hann við annan mann um skemmtiþátt í útvarpi. Þrátt fyrir að Páll hefði lokið sinni starfsævi á Veðurstofunni og væri kominn á eftirlaun hætti hann síður en svo afskiptum af þeim fræðum sem áttu hug hans allan. Lengstum síðan hefur hann sinnt þessum áhugamálum sínum af kappi og tekið virkan þátt í samkomum og skoðanaskiptum veðurfræðinga og annarra fræðimanna.
Andlát Tengdar fréttir Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. 13. ágúst 2023 13:44 Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. 13. ágúst 2021 20:01 Hefðir veita öryggistilfinningu Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna. 30. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. 13. ágúst 2023 13:44
Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. 13. ágúst 2021 20:01
Hefðir veita öryggistilfinningu Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna. 30. nóvember 2019 11:00