Dýr

Fréttamynd

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Losaði sig við köttinn í pósti

Taívanskur karlmaður að nafni Yang var sektaður um hundruði þúsunda vegna póstsendingar hans. Maðurinn hafði reynt að losa sig við köttinn sinn í pósti.

Erlent
Fréttamynd

Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar

Tveir mjaldrar verða fluttir í vor frá Sjanghaí með Boeing 747 þotu Cargolux til Íslands. Þeir fá athvarf í Vestmannaeyjum. Dýraverndunarsinnar vonast til að þetta verði hvatning til þess að fleiri fangaðir hvalir fái náttúrulegri heimkynni.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda

Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir.

Innlent