Kettir Kolbeinn Marteinsson skrifar 13. júní 2019 08:15 Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar