Lífið

Umrenningurinn Scamp er ljótasti hundur heims

Andri Eysteinsson skrifar
Ljótasti hundur heims árið 2019
Ljótasti hundur heims árið 2019 AP/Noah Berger
Smáhundurinn Scamp bar í dag sigur úr býtum í 31. árlegu keppninni um ljótasta hund í heimi. Scamp er í eigu Yvonne Morones frá Santa Rosa í Kalíforníu sem bjargaði hundinum af götunni árið 2014. AP greinir frá.

„Ég vissi á leiðinni heim að ég hafi gert rétt, við vorum tvö í bílnum og Scamp dillaði sér í takt við tónlistina, viss um að hann hafi fundið sér heimili,“ sagði Morones í viðtali eftir sigurinn.

Í öðru sæti varð pekingese-hundurinn Wild Thang frá Los Angeles sem ekki þótti nógu ljótur til þess að hreppa hnossið.

Skipuleggjendur keppninnar segja af og frá að keppnin snúist eingöngu um ytra útlit, aðalmálið sé að vekja athygli almennings á aðstöðu hunda sem hafa verið yfirgefnir af eigendum sínum og til að hvetja tilvonandi hundaeigendur til þess að ættleiða hunda úr hundabyrgjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.