Vilja sleppa Húsdýragarðskópnum í haust Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2019 15:42 Nú stefnir í að þessi nýfæddi kópur muni verða sá fyrsti sem fer ekki í refafóður heldur sleppi úr Húsdýragarðinum syndandi. visir/vilhelm Urtan Kobba, sem býr í Húsdýragarðinum, kæpti aðfaranótt þriðjudags. Kópinn á enn á eftir að kyngreina en hann reynir hvað hann getur að fylgja móður sinni hvert sem hún fer milli þess sem hann þiggur mjólkursopa. Faðirinn er brimillinn Snorri. Vísir ræddi við Þorkel Heiðarsson í tilefni af þessum viðburði en hann er sjávarlíffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum. Og hafsjór af fróðleik um selinn. Selahaldið í Húsdýragarðinum á sér langa sögu og hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Þorkell Heiðarsson vill sleppa kópnum á haf út í haust. En, áður en til þess kemur þarf í mörg horn að líta. Bæði er laugin talin full smá fyrir þá þrjá seli, tvær urtur og einn brimil, sem þarna hafa búið allt frá upphafi opnunar Húsdýragarðsins, þeir eru um þrítugt fæddir 1988 og svo þykir mörgum það heldur grimmilegt að kóparnir séu aflífaðir þegar þeir eru komnir á legg; en ekki er aðstaða til að halda fleiri seli en þessa þrjá sem hafa verið þarna í þrjátíu ár. Telur vert að stækka laugina Þorkell segir tímana breytta. Það sé æskilegt að selatjörnin verði stækkuð og hún dýpkuð svo selirnir geti kafað. „Mikilvægt er að garðurinn sé í fararbroddi í umönnun dýra sem þar eru. Við megum ekki vera aðili sem rekur lestina. Við eigum að sýna frumkvæði í að vera með góða aðstöðu og betri en gengur og gerist. Það er mín sýn á málið almennt,“ segir Þorkell en gagnrýni sem snýr að selalauginni spratt upp í kjölfar þess að hundur Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns twítaði um málið, að sögn Þorkels. Það mál er í athugun og vonandi verður hægt að fara í þær framkvæmdir áður en langt um líður. Hinn nýfæddi kópur. Hann nýtur umönnunar móður sinnar fyrst um sinn en fljótlega bítur hún hann af sér og þá verður hann að bjarga sér sjálfur. Hann mun ekki búa heima til fimmtugs, eins og þar stendur.visir/vilhelm Hitt er snýr að slátrun kópa, sem þá eru í sögu Húsdýragarðsins orðnir um 30 talsins, er flóknara mál. Þar um ríkir nokkur lagaóvissa, að sögn Þorkels. Því lögum samkvæmt er ólöglegt að sleppa dýrum sem hafa verið í haldi manna út í náttúruna. Þorkell segir anda laganna þann að það snúi þá að gæludýrum sem ekki eigi möguleika á að bjarga sér sjálf í náttúrunni. Það geti varla átt við um villt dýr. Og Þorkell vill gjarnan sleppa kópunum á haf út að hausti. Selurinn var illa séður á árum áður Nú eru breyttir tímar. Þorkell segir að fólk verði að athuga að þegar garðurinn var opnaður var selurinn talinn meindýr við strandir landsins. Menn töluðu þá um hringorma og stórfelldan skaða sem selurinn gat unnið í ám og við að éta úr netum. Menn fengu borgað fyrir að skjóta sel. Og ekki skorti selinn, samkvæmt talningu Hafrannsóknarstofnunar var stofninn talinn um 33 þúsund dýr um 1980. Landselurinn hefur síðan verið á hröðu undanhaldi og nú er svo komið að stofninn er hruninn. Telur aðeins rúmlega 7 þúsund dýr. Landselurinn hefur verið settur á válista. Stofninn er 77 prósentum minni en 1980 og 36 prósentum undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda. Nærtækustu skýringar á fækkun landsels eru taldar óbeinar veiðar og þá ekki síður óhagstæðar umhverfisbreytingar í hafi. Þorkell telur það því hið besta mál að sleppa kópunum. Sjálfur gerði hann litla rannsókn á tveimur kópum, hvort þeir gætu lært að veiða lifandi fisk og það vafðist ekki fyrir þeim. „Veiðieðlið er mjög ríkt í þeim,“ segir Þorkell. Ekki eins og með mannfólkið sem býr heima von úr viti Margir telja það ómannúðlegt að sleppa kópum út í náttúruna án stuðnings móður sinnar. En, þær áhyggjur eru úr lausu lofti gripnar. Urturnar bíta kópana af sér þegar þær hafa fengið nóg. Eftir um tvo mánuði. Þá verða þeir að spjara sig sjálfir. „Fólk heldur að kóparnir séu undir verndarvæng móðurinnar frameftir aldri en það er ekki. Þetta eru ekki eins og unglingar sem eru heima hjá móður sinni til fimmtugs. Harður heimur,“ segir Þorkell sem telur að ágætt væri að sleppa selnum í september. Ef fer sem horfir verður þessi nýfæddi kópur sá fyrsti sem sleppur þaðan syndandi. „Við höfum þrjá möguleika í stöðunni. a) Slátra kópunum. b) Koma í veg fyrir að selirnir fjölgi sér en þá tökum við frá þeim ákveðna lífsánægju sem þeir hafa búið að. c) og svo sleppa kópunum sem ekki var í boði áður. Nú væri hins vegar ekkert að því.“ Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Urtan Kobba, sem býr í Húsdýragarðinum, kæpti aðfaranótt þriðjudags. Kópinn á enn á eftir að kyngreina en hann reynir hvað hann getur að fylgja móður sinni hvert sem hún fer milli þess sem hann þiggur mjólkursopa. Faðirinn er brimillinn Snorri. Vísir ræddi við Þorkel Heiðarsson í tilefni af þessum viðburði en hann er sjávarlíffræðingur og deildarstjóri í Húsdýragarðinum. Og hafsjór af fróðleik um selinn. Selahaldið í Húsdýragarðinum á sér langa sögu og hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Þorkell Heiðarsson vill sleppa kópnum á haf út í haust. En, áður en til þess kemur þarf í mörg horn að líta. Bæði er laugin talin full smá fyrir þá þrjá seli, tvær urtur og einn brimil, sem þarna hafa búið allt frá upphafi opnunar Húsdýragarðsins, þeir eru um þrítugt fæddir 1988 og svo þykir mörgum það heldur grimmilegt að kóparnir séu aflífaðir þegar þeir eru komnir á legg; en ekki er aðstaða til að halda fleiri seli en þessa þrjá sem hafa verið þarna í þrjátíu ár. Telur vert að stækka laugina Þorkell segir tímana breytta. Það sé æskilegt að selatjörnin verði stækkuð og hún dýpkuð svo selirnir geti kafað. „Mikilvægt er að garðurinn sé í fararbroddi í umönnun dýra sem þar eru. Við megum ekki vera aðili sem rekur lestina. Við eigum að sýna frumkvæði í að vera með góða aðstöðu og betri en gengur og gerist. Það er mín sýn á málið almennt,“ segir Þorkell en gagnrýni sem snýr að selalauginni spratt upp í kjölfar þess að hundur Gísla Marteins Baldurssonar sjónvarpsmanns twítaði um málið, að sögn Þorkels. Það mál er í athugun og vonandi verður hægt að fara í þær framkvæmdir áður en langt um líður. Hinn nýfæddi kópur. Hann nýtur umönnunar móður sinnar fyrst um sinn en fljótlega bítur hún hann af sér og þá verður hann að bjarga sér sjálfur. Hann mun ekki búa heima til fimmtugs, eins og þar stendur.visir/vilhelm Hitt er snýr að slátrun kópa, sem þá eru í sögu Húsdýragarðsins orðnir um 30 talsins, er flóknara mál. Þar um ríkir nokkur lagaóvissa, að sögn Þorkels. Því lögum samkvæmt er ólöglegt að sleppa dýrum sem hafa verið í haldi manna út í náttúruna. Þorkell segir anda laganna þann að það snúi þá að gæludýrum sem ekki eigi möguleika á að bjarga sér sjálf í náttúrunni. Það geti varla átt við um villt dýr. Og Þorkell vill gjarnan sleppa kópunum á haf út að hausti. Selurinn var illa séður á árum áður Nú eru breyttir tímar. Þorkell segir að fólk verði að athuga að þegar garðurinn var opnaður var selurinn talinn meindýr við strandir landsins. Menn töluðu þá um hringorma og stórfelldan skaða sem selurinn gat unnið í ám og við að éta úr netum. Menn fengu borgað fyrir að skjóta sel. Og ekki skorti selinn, samkvæmt talningu Hafrannsóknarstofnunar var stofninn talinn um 33 þúsund dýr um 1980. Landselurinn hefur síðan verið á hröðu undanhaldi og nú er svo komið að stofninn er hruninn. Telur aðeins rúmlega 7 þúsund dýr. Landselurinn hefur verið settur á válista. Stofninn er 77 prósentum minni en 1980 og 36 prósentum undir stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda. Nærtækustu skýringar á fækkun landsels eru taldar óbeinar veiðar og þá ekki síður óhagstæðar umhverfisbreytingar í hafi. Þorkell telur það því hið besta mál að sleppa kópunum. Sjálfur gerði hann litla rannsókn á tveimur kópum, hvort þeir gætu lært að veiða lifandi fisk og það vafðist ekki fyrir þeim. „Veiðieðlið er mjög ríkt í þeim,“ segir Þorkell. Ekki eins og með mannfólkið sem býr heima von úr viti Margir telja það ómannúðlegt að sleppa kópum út í náttúruna án stuðnings móður sinnar. En, þær áhyggjur eru úr lausu lofti gripnar. Urturnar bíta kópana af sér þegar þær hafa fengið nóg. Eftir um tvo mánuði. Þá verða þeir að spjara sig sjálfir. „Fólk heldur að kóparnir séu undir verndarvæng móðurinnar frameftir aldri en það er ekki. Þetta eru ekki eins og unglingar sem eru heima hjá móður sinni til fimmtugs. Harður heimur,“ segir Þorkell sem telur að ágætt væri að sleppa selnum í september. Ef fer sem horfir verður þessi nýfæddi kópur sá fyrsti sem sleppur þaðan syndandi. „Við höfum þrjá möguleika í stöðunni. a) Slátra kópunum. b) Koma í veg fyrir að selirnir fjölgi sér en þá tökum við frá þeim ákveðna lífsánægju sem þeir hafa búið að. c) og svo sleppa kópunum sem ekki var í boði áður. Nú væri hins vegar ekkert að því.“
Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. 23. apríl 2019 12:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent