Frakkland

Fréttamynd

Einn hand­tekinn eftir hnífaárás í París

Karlmaður var handtekinn í París í morgun eftir að hann stakk þrjá á Gare de Lyon lestarstöðinni í París. Á vef AP kemur fram að lögregla hafi handtekið hann stuttu eftir árásina og að hann hafi notað beitt vopn í árásinni sem átti sér stað um klukkan átta í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Evrópumeistarinn laus úr haldi lög­reglu

Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað.

Handbolti
Fréttamynd

Komu í veg fyrir stór­slys í Rauða­hafi

Tekist hefur að slökkva eld sem logaði um borð í fraktskipinu Marlin Luanda eftir að eldflaug Húta hæfði það í Rauðahafinu seint í gærkvöldi. Hætt var á að hann kæmist í tæri við afar eldfiman farm skipsins.

Erlent
Fréttamynd

Búninga­blæti Frakk­lands­for­seta

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í em­bætti

Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni.

Erlent
Fréttamynd

Frönsk leik­kona sakar Íslandsvinkonu um kyn­ferðis­lega á­reitni

Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Jacques Delors er látinn

Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. 

Erlent
Fréttamynd

Macron ver afar um­deilt útlendingafrumvarp

Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Hafa í­trekað fram­leitt umframorku með kjarna­sam­runa

Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna.

Erlent
Fréttamynd

Pilturinn er kominn aftur til Bret­lands

Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. 

Erlent
Fréttamynd

Fannst í Frakk­landi eftir sex ára leit

Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook.

Erlent