Erlent

Elds­voði í turni dóm­kirkjunnar í Rúðu­borg

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kirkjuna málaði franski listmálarinn Claude Monet upphaflega. 
Kirkjuna málaði franski listmálarinn Claude Monet upphaflega.  Skjáskot/X

Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. 

Í myndefni á vef Guardian má sjá svartan reyk leggja frá turninum. Miðillinn hefur eftir slökkviliðinu í Rúðuborg að um níutíu mínútur hafi tekið að slökkva eldinn. Eldurinn hafi ekki dreift hratt úr sér vegna þess að turninn sé aðallega byggður úr stáli. 

Nicolas Mayer-Rossignol borgarstjóri Rúðuborgar sagði eldsupptök enn ókunn í samtali við BBC. Allt tiltækt slökkvilið hafi verið kallað til. 

Framkvæmdir hafa staðið yfir á turninum síðustu misseri og voru verkamenn á svæðinu þeir fyrstu til að koma auga á eldinn. Byggingin var í kjölfarið rýmd. 

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þá er enn ekki hægt að segja til um umfang tjónsins sem eldurinn olli. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×