Erlent

Hald­lögðu meira en tvö tonn af grasi og hand­tóku 42

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Gríðarlegt magn kannabisefna var gert upptækt í aðgerðunum.
Gríðarlegt magn kannabisefna var gert upptækt í aðgerðunum. Europol

Yfir 400 lögreglumenn frá Frakklandi, Spáni og Tyrklandi réðust í umfangsmiklar aðgerðir á dögunum og ráku fleyg í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Spáni. Samtökin stóðu í stórtækum innflutningi á kannabis til vestur-Evrópu og eru einnig grunuð um að flytja heróin inn í Evrópusambandslönd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópulögreglunni, Europol. Þar segir að aðgerðirnar hafi leitt til þess að 42 hafi verið handteknir, þar á meðal höfuðpaurs samtakanna, sem dvaldi á Spáni undir fölsku flaggi. 

Þá var gerð húsleit á 28 stöðum, í Granada, Málaga og Sevilla, bæði í heimahúsum og á framleiðslustöðum. Starfsemi sex gróðrarstöðva fyrir maríjúana var einnig stöðvuð. 

Lögregla gerði upptæk meira en tvö tonn af kannabis og umtalsvert magn annarra efna á borð við hass, þrjú skotvopn, fjölda skothylkja, tólf lúxusbíla og meira en 100 þúsund evrur í reiðufé. Það samsvarar tæpum 15 milljónum íslenskra króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×