Erlent

Frakk­lands­for­seti blandar sér í mál hvalavinarins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Macron hefur hvatt dönsk stjórnvöld til að framselja hann ekki.
Macron hefur hvatt dönsk stjórnvöld til að framselja hann ekki. Vísir/Samsett

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta.

Skrifstofa embættis forseta greindi frá því í gær að Macron fylgdist grannt með framvindu málsins og sé í virkum samskiptum við dönsk stjórnvöld.

Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá því að netundirskriftasöfnun sé hafin í Frakklandi. Tæplega fjögur hundruð þúsund manns hafa þegar skrifað undir kröfu um Watson verði látinn laus. Landi Macrons, leikkonan og aðgerðarsinninn Brigitte Bardot, hefur einnig tjáð sig um málið.

„Við skulum gera allt sem við getum til að koma Paul til bjargar,“ segir hún í samtali við franska miðilinn Le Parisien.

Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Watson fyrir tólf árum síðan að beiðni japanskra stjórnvalda. Hann er sakaður um að hafa veist að japönskum hvalveiðimönnum við Suðurskautslandið til að hindra þá við veiðar.

Lögmenn Watsons vilja meina að framsal hans brjóti í bága við mannréttindasáttmála.

Samkvæmt umfjöllun grænlenska ríkisútvarpsins er það upp á dómsmálaráðuneyti Danmerkur komið hvort aðgerðarsinninn verði framseldur eður ei.


Tengdar fréttir

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×