Erlent

Franska þjóð­fylkingin leiðir sam­kvæmt útgönguspám

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jordan Bardella formaður Frönsku þjóðfylkingarinnar á kjörstað í dag.
Jordan Bardella formaður Frönsku þjóðfylkingarinnar á kjörstað í dag. EPA

Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 

Skoðanakannanir framkvæmdar síðustu daga bentu til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna.

Útgönguspár benda til þess að sú spá geti ræst. Á eftir Frönsku þjóðfylkingunni kemur Bandalag vinstri flokka með rúm 28 prósent og þar á eftir kemur miðjuflokkur Emmanuel Macron sitjandi Frakklandsforseta með rúm tuttugu prósent. 

Þá er Repúblikanaflokkurinn með rúm tíu prósent. 

Vísir

Rætt verður við Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 innan skamms. 


Tengdar fréttir

Frakkar ganga að kjörborðinu

Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi.

„Fólk er einfaldlega hrætt“

Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×