Kauphöllin

Fréttamynd

Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu

Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.

Klinkið
Fréttamynd

Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Akta sjóðir hagnast um 1.700 milljónir og eignir í stýringu tvöfaldast

Hagnaður Akta sjóða, sem er að stærstum hluta í eigu sex starfsmanna, meira en tvöfaldaðist á síðasta ári og nam samtals 1.665 milljónum króna eftir skatta en félagið greiddi meira en 500 milljónir í skatta vegna afkomu ársins 2021. Umsýslu- og árangurstengdar þóknanir voru 2.554 milljónir og jukust um rúmlega 1.330 milljónir á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Félag Reynis komið í hóp stærstu hluthafa Kviku

Fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar, stofnanda Creditinfo, hefur bæst við hóp stærstu hluthafa Kviku banka. Samkvæmt lista bankans yfir hluthafa sem eiga meira en eins prósents hlut fer félagið með 50 milljónir hluta, um 1,04 prósent, sem eru metnir á 1,1 milljarð króna miðað við núverandi markaðsvirði Kviku.

Innherji
Fréttamynd

Marel ræðst í yfirtöku á bandaríska félaginu Wenger fyrir 70 milljarða

Marel hefur undirritað samning um kaup á bandaríska fyrirtækinu Wenger Manufacturing, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á hátæknilausnum fyrir matvælavinnslu fyrir gæludýr, plöntuprótein, og fóður fyrir fiskeldi. Heildarkaupverðið, sem verður greitt með reiðufé og lánalínum, er 540 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Seldu úr sjóðum fyrir um þrjá milljarða samtímis óróa á mörkuðum

Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru um 1.640 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í mars en miklar sveiflur voru þá á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, vegna stríðsátakanna í Úkraínu og lækkaði Úrvalsítalan sem dæmi um sjö prósent á fyrstu átta dögum mánaðarins.

Innherji
Fréttamynd

SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut

Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut.

Innherji
Fréttamynd

Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir byggir upp stöðu í Sýn, meðal tíu stærstu hluthafa

Tveir hlutabréfasjóðir í rekstri Stefnis keyptu fyrr í þessum mánuði umtalsverðan eignarhlut í Sýn og fara núna samanlagt með um 3,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Í krafti þess eignarhlutar eru sjóðir Stefnis – Innlend hlutabréf hs. og ÍS 5 – áttundi stærsti hluthafinn í Sýn.

Innherji
Fréttamynd

Tryggir sér 32 milljarða fjármögnun til að mæta mögulegum innlausnum fjárfesta

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og Íslandi sem verður að óbreyttu í næsta mánuði, hefur gengið frá samkomulagi við tvo bandaríska fjárfestingasjóði sem tryggir félaginu aðgang að fjármögnun fyrir allt að 250 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Helgi með nærri eins milljarðs króna hlut í Stoðum

Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, bættist við eigendahóp Stoða á seinni helmingi síðasta árs og er nú á meðal tíu stærstu hluthafa eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.

Innherji
Fréttamynd

Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?

Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.

Umræðan
Fréttamynd

Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin

Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 

Innherji
Fréttamynd

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“

Innherji
Fréttamynd

LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu.

Innherji
Fréttamynd

Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis

Jón Finnbogason, sem hefur undanfarin ár verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, dótturfélags Arion og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut

Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.

Innherji