Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 00:16 Donald Trump var umkringdur skotheldu gleri á fundinum enda ekki nema þrír mánuðir síðan reynt var að ráða hann af dögum á sama stað. Getty Donald Trump sneri aftur til Butler í Pennsýlvaníu þar sem honum var veitt banatilræði í sumar. Auðjöfurinn Elon Musk steig á svið með svarta MAGA-derhúfu á höfðinu. Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Varaforsetaefnið JD Vance var einnig á fundinum auk Erics Trump og konu hans, Löru Trump sem er stjórnarformaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC). Trump byrjaði fundinn á að segjast elska Pennsylvaníu sem vakti mikla lukku meðal fundargesta. „Ég er snúinn aftur til Butler með einföld skilaboð. Við ætlum að gera Bandaríkin frábær á ný, við ætlum að vinna kosningarnar. Og til allra Bandaríkjamanna, eftir aðeins einn mánuð ætlum við að boða komu nýrrar gullaldar,“ sagði hann síðan. Leysti úr læðingi hreina illsku Trump talaði einnig um að byssumaðurinn hafi með banatilræðinu ætlað að þagga niður í sér og MAGA-hreyfingunni. „Í sextán sekúndur stóð tíminn í stað meðan þetta grimma illmenni leysti úr læðingi hreina illsku. Illmenninu tókst ekki ætlunarverk sitt,“ sagði hann einnig. Klukkan 18:11 að staðartíma óskaði Trump eftir einnar mínútu þögn en það var á þeirri stundu sem byssumaðurinn hleypti af 13. júlí síðastliðinn. Kirkjuklukka sló þá fjögur slög, eitt slag fyrir hvert fórnarlamb skotárásarinnar, þar á meðal Trump. Í kjölfarið hóf fjöldinn að kyrja „fight, fight, fight“ sem Trump sagði sjálfur beint eftir að hann var skotinn. Skömmu síðar var gert hlé á fundinum á meðan hlúa þurfti að einum fundargesta. Elon Musk hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump.Getty Myrki MAGA-liðinn Musk Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, steig síðan upp í pontu með svarta MAGA-derhúfu sem hann benti á derhúfuna og sagðist vera „Dark MAGA“ eða myrkur MAGA-liði. Þá hvatti Musk fólk til að skrá sig til að geta kosið (e. register to vote) enda væri nauðsynlegt að vinna kosningarnar „Sönn prófraun á persónu fólks er hvernig það hagar sér í miðri skothríð. Við eigum forseta sem gat ekki klifrað upp stiga og annan sem reisti hnefann á loft eftir að hafa verið skotinn,“ sagði Musk í ræðu sinni. Þá sagði hann að Trump þyrfti að vinna kosningarnar í næsta mánuði til að varðveita stjórnarskrána og lýðræði í Bandaríkjunum. Hann hélt því síðan fram að Demókratar hyggðust taka kosningaréttinn af kjósendum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira