Fréttir

Fréttamynd

Enn fellur Eimskipafélagið

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 2,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur nú fallið um rúm þrjátíu prósent á þremur dögum í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Microsoft slítur viðræðum við Yahoo

Gengi hlutabréfa í netleitarfyrirtækinu Yahoo féll um rúm tíu prósent á bandarískum markaði í gær eftir að hugbúnaðarrisinn Microsoft sleit viðræðum við það. Stefnt var að því að Microsoft keypti fyrirtækið að öllu eða mestu leyti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi tók dýfu annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 12,24 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta lækkunin á eftir Eimskipi. Á eftir fylgdi Icelandair, sem fór niður um 8,8 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, SPRON, Straumi og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip fellur um 28 prósent á tveimur dögum

Gengi hlutabréfa í Eimskip féll um rúm 15,4 prósent í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið fer niður en það hefur fallið um tæp 28 prósent á tveimur dögum. Fyrirtækið afskrifaði breska frystifyrirtækið Innovate Holding úr bókum sínum í gær og nemur færslan níu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Eimskipi og Teymi féll um rúmlega tólf prósent í Kauphöll Íslands í dag á afar rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega en greint var frá því í dag að bræðurnir Moises og Mendi Gernter hefðu keypt tveggja prósenta hlut í bankanum fyrir 13,9 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar DeCode

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 4,7 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. Gengið féll um 11,5 prósent í gær. Gengið stendur nú í 0,86 sent á hlut. Það fór senti neðar fyrr í dag og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip leiðir lækkun dagsins

Gengi bréfa í Kaupþingi er það eina sem hefur hækkað í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað frekar og hefur hún ekki verið jafn lág síðan snemma í október árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip féll um 11,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 11,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði afskrifað nærri níu milljarða úr bókum sínum vegna eignarhlutar í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi. Unnið er að sölu á Innovate, að sögn Eimskipafélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð hækkar lítillega

Verð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði um 1,4 prósent á bandarískum fjármálamarkaði í nótt og fór í 133,13 dali á tunnu. Vísbendingar eru um að dregið hafi úr olíubirgðum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi eykst í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,3 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum hagstofu Breta. Þetta er 0,1 prósentustiga aukning á milli mánaða og jafngildir því að 819 þúsund manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í landinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá minni eftirspurn eftir olíu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rétt rúma þrjá bandaríkjadali á tunnu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag og endaði í 131,31 dal á tunnu. Þetta er um 8,7 dala lækkun frá því undir lok síðustu viku þegar verðið fór í 139 dali sem er hæsta verð sem sést hefur verið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besti tíminn fyrir hertar reglur

„Nú um stundir gefst fyrsta tækifærið í hálfa öld til að setja hertar reglur um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja,“ segir Robert Wade, prófessor við London School of Economics. Wade hélt erindi um fjármálakreppuna í alþjóðlegu samhengi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu viðskipti með Straumsbréf felld niður

Kauphöllin felldi í morgun niður viðskipti með hlutabréf í Straumi. Tilboð í bréfin hljóðuðu upp á 11,36 til 11,6 krónur á hlut. Þetta voru fyrstu viðskiptin með bréf félagsins í morgun og keyrði það upp um rúm sex prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur tók stökkið í byrjun dags

Gengi bréfa í Straumi Burðarási tók stökkið við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 6,37 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 4,26 prósent eftir nokkra lækkun í næstu viu. Þá hækkaði gengi SPRON sömuleiðis, eða um 0,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð úr himinhæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir methækkun á föstudag. Sérfræðingar segja vara hins vegar við því að olíuverðið geti tekið stökkið upp á við á nýjan leik fljótlega.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverðið í nýjum himinhæðum

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók mikla dýfu í dag eftir mikla verðhækkun á hráolíu og lélegar tölur um atvinnuþátttöku vestanhafs. Verð á hráolíu fór yfir 139 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi 5,5 prósent í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evran styrkist eftir vaxtaákvörðun

Gengi evrunnar styrktist nokkuð gagnvart bandaríkjadal í kjölfar þess að evrópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum í dag. Þá hækkaði hráolíuverð lítillega, eða um einn dal.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavarabréf ruku upp í enda dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 6,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin sem sást á hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengið hefur legið í láginni upp á síðkastið. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 1,18 prósent á sama tíma. Bréf Færeyjabanka, Glitnis, Alfesca, Landsbankans, Icelandair og Straums hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bankabréfin hækka

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði mest í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Landsbankinn hefur hækkað mest, eða um 1,62 prósent. Bréfin voru þau einu af Úrvalsvísitölufélögunum sem hækkaði í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar styrkist mest um 0,85 prósent í morgun en gaf fljótlega eftir. Gengið hefur veikst um tvö prósent það sem af er vikunnar en gengisvísitalan stendur í sléttum 152 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkaði einn í dag

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum var það eina sem hækkaði af félögum í Úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í dag, eða um lítil 0,2 prósent. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun líkt og víða á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félög Bakkabræðra lækka mest

Gengi bréfa í Bakkavör og Existu hefur lækkað um tæp þrjú prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Félög tengd þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum eru stærstu hluthafar beggja fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innlausn á hlutum Skipta

Exista og stjórn Skipta hafa samþykkt að aðrir hluthafar í Skiptum skuli sæta innlausn Exista á hlutum sínum en félagið og dótturfélög eiga 99,22 prósent í Skiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagvöxtur fram á næsta ár

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir það versta í lánsfjár- og lausafjárkreppunni yfirstaðið. Hins vegar vara stofnunin við því að samdráttur muni vara lengur innan aðildarríkja OECD en áður hafði verið spáð.

Viðskipti erlent