Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkaði einn í dag

Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum voru þau einu sem hækkuðu af Úrvalsvísitölufélögunum í Kauphöllinni í dag.
Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum voru þau einu sem hækkuðu af Úrvalsvísitölufélögunum í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum var það eina sem hækkaði af félögum í Úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í dag, eða um lítil 0,2 prósent. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun líkt og víða á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Að öðru leyti hækkaði gengi Nýherja um heil 22,2 prósent. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hækkaði um 2,86 prósent, Atlantic Airways, sem hækkaði um 1,44 prósent, Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 0,99 prósent og Eik banki, sem hækkaði um 0,65 prósent.

Gengi bréfa í Teymi lækkaði mest, eða um 2,56 prósent. Næstmesta lækkunin var á gengi bréfa í Bakkavör, sem fór niður um 2,16 prósent. Bréf Existu, Straums, SPRON og Össuri lækkaði sömuleiðis um rúmt prósent. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Icelandair, Kaupþingi, Eimskipafélaginu og Glitni um tæpt prósent.

Einungis gengi Marel stóð í stað.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,62 prósent og stendur vísitalan í 4.658 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×