Viðskipti erlent

Microsoft slítur viðræðum við Yahoo

Jerry Yang, forstjóri Yahoo.
Jerry Yang, forstjóri Yahoo. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í netleitarfyrirtækinu Yahoo féll um rúm tíu prósent á bandarískum markaði í gær eftir að hugbúnaðarrisinn Microsoft sleit viðræðum við það. Stefnt var að því að Microsoft keypti fyrirtækið að öllu eða mestu leyti.

Microsoft bauð upphaflega 31 dal á hlut í Yahoo með það fyrir augum að innlima fyrirtækið og gefa í seglin í baráttunni við Google á netleitarmarkaðnum.

Hefði það gengið eftir væri heildarkaupverðið 44,6 milljarðar bandaríkjadala, eða 3.500 milljarðar íslenskra króna. Jerry Yang, forstjóra Yahoo og annars af stofnendum fyrirtækisins, hugnaðist tilboðið hins vegar ekki og fór fram á að það yrði hækkað um sex dali á hlut. Við það yrði endanlegt kaupverð 37 dalir á hlut. Það er talsvert yfirverð á bréfum Yahoo og endaði það í 23,5 dölum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×