Viðskipti innlent

Teymi tók dýfu annan daginn í röð

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 12,24 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta lækkunin á eftir Eimskipi. Teymi féll um önnur tólf prósent í gær.

Á eftir fylgdi Icelandair, sem fór niður um 8,8 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, SPRON, Straumi og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent á sama tíma.

Gengi annarra félaga lækkaði minna.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Össur um 0,65 prósent, Marel um 0,57 prósent og Existu um 0,11 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,18 prósent og endaði í 4.429 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan snemma í ágúst árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×