Viðskipti innlent

Seðlabankinn grefur undan sjálfum sér

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Verðbólguspár Seðlabanka Íslands grafa peningastefnu hans sjálfs. Þetta segir í nýjasta fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins.

Í fréttabréfinu segir að þótt stýrivextir Seðlabankans hafi hækkað úr 5,16 prósentum í byrjun árs 2003 í 15,5 í apríl síðastliðnum þá hafi ekki tekist að hafa hemil á verðbólgunni.

Verðbólga mældist 12,3 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

„Frá því í mars 2001 hefur stjórn peningamála á Íslandi verið hagað með þeim hætti að Seðlabanki Íslands beitir stýrivöxtum sínum með það að markmiði að verðbólga verði því sem næst 2,5% „innan ásættanlegs tíma". Ný rannsókn Axels Hall og Friðriks Más Baldurssonar við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sýnir að Seðlabankinn spái því ætíð að verðbólgumarkmiði bankans verði náð innan u.þ.b. tveggja ára, óháð því hver verðbólgan er þegar spáin er gefin út," segir í fréttabréfa SA.

Bent er á að spár Seðlabankans hafa ekki gengið eftir og í rannsókninni segi að spárnar grafi í raun undan áhrifamætti peningastefnunnar og lengi þann tíma sem taki að ná verðbólgumarkmiði Seðlabankans, líkt og SA tekur til orða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×