Viðskipti erlent

Vöxtum haldið óbreyttum á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Reiknað var með þessari niðurstöðu en bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum síðan í júlí í fyrra.

Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir sem fyrr að verðbólguþrýstingur hamli því að vextir verði lækkaðir frekar. Þetta er nokkuð samdóma og Bloomberg-fréttaveitan sagði í gær.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 3,6 prósent í maí sem er 1,6 prósentustigum yfir markmiðum seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×