Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vil­hjálmur prins rak upp stór augu: „Er þetta virki­­lega þú?“

Vil­hjálmur, prinsinn af Wa­les, rak upp stór augu í heim­sókn sinni í gær á kaffi­hús í Bour­nemouth þegar að í mannfjöldanum, sem var sama­kominn til þess að bera prinsinn augum og heilsa upp á hann, birtist Paul Gascoigne, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður Eng­lands í fót­bolta.

Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fót­bolta­um­ræða á léttu nótunum“

Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta.

Sandra lítið spilað en er valin í lands­liðið: „Stend og fell með þessari á­kvörðun“

Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið.

Nóg komið af nefndum: Jóhann Berg ræddi við Katrínu í morgun

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, lagði það til við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands í morgun að Ísland þyrfti á þjóðarleikvangi, líkt og liðið spilar á í Lúxemborg á morgun, að halda hér heima. 

Draumur Björg­vins að færa í­þróttir enn nær því að vera fyrir alla

Í­þrótta­nefnd ríkisins aug­lýsir nú eftir um­sóknum í Í­þrótta­sjóð fyrir næsta ár. For­maður nefndarinnar, ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í hand­bolta, Björg­vin Páll Gústavs­son segir svona sjóð skipta alveg gríðar­lega miklu máli en um­sóknar­frestur um út­hlutun úr sjóðnum er opinn fram í byrjun októ­ber.

Marka­hæsti leik­maður HM semur við Manchester United

Marka­hæsti leik­maður svo til ný­af­staðins HM kvenna í fót­bolta, hin japanska Hinata Mi­yazawa, hefur samið við efstu deildar lið Manchester United. Frá þessu greinir fé­lagið í til­kynningu á heima­síðu sinni.

Sjá meira