Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6.9.2023 16:51
Hermoso leggur inn kvörtun til saksóknara vegna forsetans Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, sem mátti þola óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn saksóknaraembættisins á Spáni vegna hegðunar forsetans, Luis Rubiales. 6.9.2023 13:57
Lokaorð flugmanns þyrlunnar sem fórst í Leicester opinberuð Lokaorð flugmannsins sem flaug þyrlu sem brotlenti, meðal annars með þáverandi eiganda enska knattspyrnufélagsins Leicester City, og með þeim afleiðingum að öll í þyrlunni fórust, hafa verið opinberuð í skýrslu um slysið. 6.9.2023 12:31
Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6.9.2023 11:52
Mál Morten Beck ekki lengur á borði ÍSÍ Mál Morten Beck, fyrrum leikmanns FH hefur verið vísað frá af áfrýjunardómstóli Íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Beck var að áfrýja ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að aflétta félagaskiptabanni FH en félagið hafði upprunalega verið dæmt í slíkt bann þar sem það skuldaði Morten laun. 5.9.2023 15:49
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5.9.2023 13:01
Ökumaður Ferrari þakklátur lögreglu eftir óhugnanlega reynslu Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari er þakklátur lögreglunni í Mílanó á Ítalíu fyrir skjót viðbrögð er þjófar gerðu tilraun til þess að stela úri ökumannsins. 5.9.2023 10:31
Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. 5.9.2023 09:31
Teknir á teppið af sínum eigin stuðningsmönnum eftir leik í gær Leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Lyon í fótbolta fengu óánægju stuðningsmanna félagsins beint í æð eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain nokkuð örugglega á heimavelli. 4.9.2023 16:01
Karlmaður handtekinn í tengslum meinta líkamsárás sem Keane varð fyrir Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á meintri líkamsárás sem Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports, varð fyrir á Emirates leikvanginum í Norður-Lundúnum í gær. 4.9.2023 13:57