Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 22:47 Flokksformenn bítast nú um hvert einasta atkvæði, enda styttist óðum í kosningadag. vísir/vilhelm Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur. Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59