Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:45 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður Vísir/Samsett mynd Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira
Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Sjá meira