Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Lang­þráður draumur Völu Ei­ríks rættist

Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Fjár­mála­stjóri Play segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón nýr for­maður banka­ráðs Lands­bankans

Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðnar að­stoðar­menn nýrrar ríkis­stjórnar

Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Þá hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Jón Jóns­son kemur nýr inn í stjórn

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson tók í gær sæti í stjórn UN Women á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Hann kemur inn í stjórn í stað Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hverfur úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Innlent
Fréttamynd

Tekur við stöðu for­stjóra Securitas

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann hefur verið í hlutverki forstjóra frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar en var áður fjármálastjóri félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka við stjórn­enda­stöðum hjá Advania

Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný stjórn RÚV kjörin

Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn.

Innlent
Fréttamynd

Sara Lind settur orku­­mála­­stjóri í kosninga­bar­áttunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur nú sett Söru Lind Guðbergsdóttur tímabundið í embætti orkumálastjóra fram til 2. júní. 2024. Þetta er gert vegna óskar Höllu Hrundar Logadóttur um að taka sér tímabundið leyfi frá embætti vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands.

Innlent