Viðskipti innlent

Ráðin nýr yfir­lög­fræðingur Hug­verka­stofunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Brynhildur Pálmarsdóttir.
Brynhildur Pálmarsdóttir. Hugverkastofa

Brynhildur Pálmarsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur hjá Hugverkastofunni.

Í tilkynningu frá Hugverkastofu segir að Brynhildur hafi starfað sem sérfræðingur og verið staðgengill skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá árinu 2013 og borið þar ábyrgð á málefnum hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. 

„Þá sinnti hún tímabundið starfi yfirlögfræðings hjá Hugverkastofunni 2019-2020 í leyfi frá ráðuneytinu.

Áður hefur Brynhildur starfað sem nefndaritari á nefndasviði Alþingis 2008-2011 og hjá Árnason Faktor sem vörumerkjasérfræðingur 2006-2008 og 2011-2013.

Brynhildur er með Cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands og LL.M. gráðu í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×