Lögmennska

Fréttamynd

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Fyrir ekki svo löngu ræddi ég við hóp ungmenna um ýmislegt sem hafði drifið á daga þeirra. Uppvaxtarárin geta verið alls konar. Í grunninn eru þetta bara litlar manneskjur sem eru að feta sig í lífinu og mæta ýmsum ógnum og áskorunum. Ég varð hins vegar hissa þegar þau sögðu mér: „Við treystum ekki lögreglunni“. Hvernig stendur á því að þessi hópur hafði komist að svona niðurstöðu hafandi hingað til aldrei haft nein sérstök kynni af lögreglunni. Kannski í mjög einfölduðu máli, hvar læra börnin okkar þetta?

Skoðun
Fréttamynd

Segir um­mæli Ást­hildar Lóu ekki sam­ræmast stöðu hennar

Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, bætist í hóp fjölmargra sem gagnrýna ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra um dómskerfið harðlega. Þá hefur verið bent á frábær kjör sem ráðherra bauðst hjá bankanum í tengslum við húsnæðismál hennar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er rasandi hissa á þessu“

Magnús Traustason er afar hissa á því að þurfa að grípa til varna í sérdeilis sérkennilegu máli. Höskuldur Þór Þórhallsson lögmaður segir að svona séu lögin.

Innlent
Fréttamynd

Margrét fer fyrir eftir­liti með störfum lög­reglu

Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Að vera eða ekki vera skjölunar­skylt fé­lag

Að vera eða ekki vera skjölunarskylt félag, þarna er efinn. Það ætti hið minnsta að vera spurningin sem forsvarsmenn félaga, sem eiga í hvers konar viðskiptum yfir landamæri við tengda aðila, ættu að spyrja sig að í kjölfar nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Íslenska Kalkþörungafélagsins gegn íslenska ríkinu.

Umræðan
Fréttamynd

Dóms­kerfið reynir að þegja alla gagn­rýni á sig í hel

Dómskerfið eða einstök mál í því eru sjaldan gagnrýnd. Sagt er að lögmenn forðist eins og heitan eldinn að gagnrýna dómara sem þeir eiga eftir að hitta í dómsal, jafnvel daginn eftir, þar sem þeir bera ábyrgð á hagsmunum skjólstæðings í óskyldu máli. Ég held að það sé út af fyrir sig rétt en að málið sé ekki svo einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar settur dómari

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs. Jafnframt hefur Jónas Þór Guðmundsson verið skipaður hæstaréttarlögmaður verið skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í í­þrótta­hreyfingunni vegna krafna Skattsins

Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endum fjölgar hjá LOGOS

Um áramótin bættust þau Kristófer Jónasson og Maren Albertsdóttir við eigendahóp lögfræðistofunnar Logos. Þau hafa starfað hjá LOGOS um árabil. LOGOS lögmannsstofa sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf. Hjá LOGOS starfa um 65 manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skammaður af nefndinni og kærður til lög­reglu

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur á verðbréfa­markaði

Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns.

Umræðan
Fréttamynd

Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns

„Kannski er það klisjukennt að segja að einhver sé staddur í slæmri bíómynd, en við vorum bara virkilega þar. Þetta var ekkert tengt okkar lífi, eitt né neitt af þessu,“ segir Guðrún Hulda Birgis, systir Einars Arnar Birgis sem ráðinn var bani af Atla Helgasyni í Öskjuhlíð árið 2000.

Innlent
Fréttamynd

Auknar kröfur til at­vinnu­rek­enda með nýrri til­skipun ESB

Eldri tilskipunin sem nú fellur úr gildi var á sínum tíma innleidd með kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins. Enn á eftir að koma í ljós hvaða leið verður farin við innleiðingu á þessari nýju tilskipun ESB. Hins vegar hlýtur innleiðingin að kalla á breytingar á kjarasamningum, á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði.

Umræðan
Fréttamynd

Loksins al­vöru skaða­bætur?

Það hefur lengi verið svo að þær bætur sem dómstólar hafa dæmt í málum sem höfðuð hafa verið vegna brota á  hugverkaréttindum hafa verið lágar. Oft og tíðum það lágar að setja hefur mátt spurningamerki við það hvort þau varnaðaráhrif sem þessu réttarúrræði er ætlað að ná hafi í raun verið virk.

Umræðan
Fréttamynd

„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“

Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Býst við þremur á­minningum til og hjólar í lögmannanefnd

Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson býst við því að Úrskurðarnefnd lögmanna muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega. Hann svarar nefndinni fullum hálsi og sakar hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðargrautur lög­manna

Á allra næstu dögum geri ég ráð fyrir að fá eina, tvær eða jafnvel þrjár áminningar frá úrskurðarGraut lögmanna. Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Icelandair þurfi að kannast við reglur réttar­ríkisins

Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. 

Innlent