Innlent

Þrjú vilja stýra Minja­stofnun

Atli Ísleifsson skrifar
Rutshellir undir Eyjafjöllum.
Rutshellir undir Eyjafjöllum. Stjr

Þrír sóttu um embætti forstöðumanns Minastofnunar Íslands, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í ágúst síðastliðinn.

Á vef ráðuneytisins segir að umsækjendur séu:

  • Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri
  • Dr. Grégory Cattaneo, sagnfræðingur, kennari og rithöfundur
  • Rúnar Leifsson, settur forstöðumaður Minjastofnunar Íslands

Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Rúnar Leifsson, einn umsækjenda, hefur verið settur forstöðumaður síðan Kristín Huld Sigurðardóttir lét af störfum í apríl 2023.

Í auglýsingunni sagði að leitað væri eftir öflugum og faglegum leiðtoga til að leiða fagstofnun sem hafi það hlutverk að framkvæma minjavörslu í landinu og efla vernd fornleifa og byggingararfs á Íslandi. „Forstöðumaður stofnunarinnar þarf að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Minjastofnun Íslands til framtíðar. Gerð er krafa um framhaldsmenntun á háskólastigi á starfssviði stofnunar og með haldgóða þekkingu á málefnasviði hennar. Áhersla er lögð á farsæla stjórnunarreynslu og færni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi, vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum og búa yfir góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum er miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins,“ sagði í auglýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×