Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 15:22 Birkir Ágústsson, framkvæmdastjóri miðla, og Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar. Síminn Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“ Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“
Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00