Oddur Freyr tekur við af Brynhildi Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Oddur tekur við starfinu af Brynhildi Bolladóttur. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 15:19
Ráðinn forstjóri Mílu eftir tíu ár hjá Símanum Míla hf. hefur ráðið Erik Figueras Torras sem nýjan forstjóra og mun hann taka við stöðunni frá og með 1. desember 2022. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 11:59
Ingunn og Snæfríður til Empower Ingunn Guðmundsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til nýsköpunarfyrirtækisins Empower. Báðar munu þær starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2022 08:39
Gunnar kemur inn fyrir Andra í fjármálaeftirlitsnefnd Breytingar hafa verið gerðar á fjármálaeftirlitnefnd Seðlabanka Íslands eftir að Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði sig úr nefndinni fyrr í haust. Innherji 7. nóvember 2022 20:01
Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar á förum Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Símanum lætur af störfum í lok nóvember og verður staðan auglýst á næstu dögum. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 19:45
Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 7. nóvember 2022 13:54
Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða. Klinkið 7. nóvember 2022 11:45
Hættir hjá Samkaupum eftir 26 ára starf Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 26 ár hjá félaginu og hyggst hverfa til annarra starfa. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 14:51
Nýir stjórnendur hjá ELKO Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 10:41
Þrír nýir ráðgjafar til Syndis Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. Viðskipti innlent 4. nóvember 2022 10:15
Rósa ráðin til sjóðastýringarfélagsins VEX Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra. Klinkið 3. nóvember 2022 11:30
Harpa stýrir mannauðssviði Nóa Síríus Harpa Þorláksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Nóa Síríus og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 3. nóvember 2022 09:02
Yfirmaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis segja upp störfum Forstöðumaður og sjóðstjórar framtakssjóða Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa allir sagt upp störfum. Brotthvarf þeirra kemur í kjölfar þess að til skoðunar hafði verið að koma á fót nýju sjálfstæðu félagi, sem myndi annast rekstur sérhæfðu sjóðanna og yrði meðal annars að hluta í eigu sömu starfsmanna, en slíkar hugmyndir fengu ekki brautargengi hjá lífeyrissjóðum, helstu eigendum framtakssjóðanna. Innherji 2. nóvember 2022 10:48
Sigurður og Haukur til Banana Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson hafa verið ráðnir til Banana. Sigurður verður framleiðslustjóri og Haukur vöruhússtjóri. Viðskipti innlent 2. nóvember 2022 09:15
Skúli hættir hjá Kviku eignastýringu og fer yfir til LSR Skúli Hrafn Harðarson, sjóðstjóri hlutabréfasjóða hjá Kviku eignastýringu síðustu ár, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Mun Skúli Hrafn í kjölfarið hefja störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), stærsta lífeyrissjóði landsins, síðar á árinu, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 2. nóvember 2022 05:31
Pétur og Sigurður Óli til Landsbankans Landsbankinn hefur stækkað teymi sitt í verðbréfamiðlun með ráðningu á tveimur nýjum starfsmönnum, samkvæmt upplýsingum Innherja. Klinkið 1. nóvember 2022 18:43
Sigurður hættir hjá Akta sjóðum Sigurður Kr. Sigurðsson, sem hefur verið hjá Akta frá árinu 2019, er hættur störfum hjá sjóðastýringarfyrirtækinu. Hann starfaði á eignastýringarsviði félagsins, sem var komið á fót fyrr á þessu ári, sem sérfræðingur í fjárfestatengslum og viðskiptaþróun. Klinkið 1. nóvember 2022 12:05
Hörður nýr forstöðumaður hjá Krónunni Hörður Már Jónsson hefur tekið við sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Krónunni. Sem forstöðumaður mun hann leiða áframhaldandi þróun og innleiðingu á starfrænum lausnum Krónunnar. Viðskipti innlent 1. nóvember 2022 11:28
Ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar Hulda Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. Hún gengdi áður stöðu sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 1. nóvember 2022 09:44
Ásthildur nýr stjórnarformaður Empower Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now. Viðskipti innlent 1. nóvember 2022 08:56
Edda til Akta Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. Viðskipti innlent 31. október 2022 16:57
Skattakóngur Íslands nýr forstjóri Annata Magnús Norðdahl hefur verið ráðinn forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Annata og mun hefja störf 1.janúar næstkomandi. Viðskipti innlent 31. október 2022 12:48
Ráðin markaðsstjóri KEA hótela Gabríela Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri KEA hótela. Viðskipti innlent 31. október 2022 11:09
Stjörnuspá Siggu Kling snýr aftur á Vísi Í næstu viku snýr Sigríður Klingenberg, best þekkt sem Sigga Kling, aftur á Lífið á Vísi. Stjörnuspá hennar mun birtast á vefnum í hverjum mánuði. Lífið 28. október 2022 12:01
Renata nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures Renata Blöndal hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures þar sem hún tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu. Viðskipti innlent 28. október 2022 08:04
Hrafnhildur skipuð hagstofustjóri Hrafnhildur Arnkelsdóttir hefur verið skipuð í embætti hagstofustjóra. Alls bárust fjórtán umsóknir í embættið en þrír drógu umsókn sína til baka. Innlent 27. október 2022 19:53
Sjö ný til Stefnis Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. Viðskipti innlent 27. október 2022 18:04
Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Viðskipti innlent 27. október 2022 14:05
Hafsteinn leiðir nýtt svið hjá Advania Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar. Viðskipti innlent 27. október 2022 13:35
Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27. október 2022 11:22