Viðskipti innlent

Jóhanna og Maggý til Svars

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller eru nýir starfsmenn Svars.
Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller eru nýir starfsmenn Svars.

Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra. 

Maggý mun verkefnastýra hinum ýmsu verkefnum meðal annars innleiðingu Zoho hugbúnaðarkerfisins, bæði hjá viðskiptavinum Svars og innanhúss í fyrirtækinu. Maggý er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. 

Jóhanna er viðurkenndur bókari og tollmiðlari bætist við bókhaldsdeild fyrirtækisins.

„Zoho hefur verið á markaðnum í tæp 30 ár og er notað af stórfyrirtækjum erlendis, líkt og Amazon, Netflix og Siemens, en í dag eru um 80 milljónir notenda á heimsvísu. Maggý kemur því sterk inn á markaðinn til að stuðla að því að sem flestir íslenskir notendur fái að njóta þess sem viðskiptalausnir Zoho hafa upp á að bjóða. Við hjá Svari erum stolt af því að hafa margar öflugar konur innanborðs og Jóhanna María og Maggý eru þar frábærar viðbætur,“ er haft eftir Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svars, í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×