Viðskipti innlent

Rebekka Ósk í eig­enda­hóp OPUS lög­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir.
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir. Aðsend

Rebekka Ósk Gunnarsdóttir lögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna.

Í tilkynningu segir að Rebekka Ósk hafi útskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og hafi starfað hjá OPUS lögmönnum frá sama ári. 

„Áður starfaði hún hjá dómsmálaráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands.

Hún hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2021 og hefur síðan þá sinnt málflutningi og lögfræðiráðgjöf fyrir stofuna. Hennar helstu sérsvið eru skaðabótaréttur, fjölskyldu- og erfðaréttur, barnavernd og sakamál,“ segir um Rebekku Ósk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×