Viðskipti innlent

Þrjú ráðin í for­­stöðu­manna­­stöður hjá Sjó­vá

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Snorri Þorvarðarson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson.
Gunnar Snorri Þorvarðarson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson. Sjóvá

Gunnar Snorri Þorvarðarsson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson hafa öll verið ráðin í forstöðumannsstöður hjá Sjóvá á síðustu misserum. 

Frá þessu segir í tilkynningu frá Sjóvá. Þar segir að Gunnar Snorri hafi tekið við stöðu forstöðumanns reikningshalds, Heiður Huld stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar og Hinrik stöðu forstöðumanns einstaklingsráðgjafar. 

„Gunnar er með MSc í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík og er löggiltur endurskoðandi. Gunnar Snorri kemur til Sjóvá frá Marel en þar var hann sérfræðingur á fjármalasviði. Áður vann hann sem endurskoðandi hjá Baker Tilly á Íslandi.

Heiður Huld Hreiðarsdóttir tók nýlega við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar.Hún er menntaður verkefnastjóri og leiðtogaþjálfi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Heiður Huld hefur unnið í fyrirtækjaráðgjöf Sjóvá síðan 2015, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar hópstjóri. Áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf TM.

Hinrik Reynisson hefur verið ráðinn forstöðumaður einstaklingsráðgjafar. Hann hefur unnið hjá Sjóvá síðan 2013, fyrst sem ráðgjafi og síðar verkefnastjóri í einstaklingsráðgjöf. Hann starfaði síðan sem útibússtjóri Sjóvá í Reykjanesbæ frá 2020-2022. Hinrik er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík með lögfræði sem aukagrein,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×