Hætta rekstri Quiznos á Íslandi Olís mun á næstu dögum hætta rekstri Quiznos sem hefur verið að finna á tólf þjónustustöðvum Olís víðs vegar um land. Olís hyggst þess í stað bjóða upp skyndibita undir merkjum eigin vörumerkis, ReDi Deli. Viðskipti innlent 25. febrúar 2021 08:04
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Innlent 23. febrúar 2021 13:55
Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ Innlent 23. febrúar 2021 08:49
Verka ekki bara saltfiskinn heldur djúpsteikja og setja hann á pizzu Á Hauganesi við Eyjafjörð hefur fiskvinnsla verið að þróast yfir í ferðaþjónustu í kringum saltfisk. Fiskverkunin Ektafiskur er komin eins langt í fullvinnsluna og hugsast getur. Saltfiskurinn er eldaður ofan í viðskiptavini og borinn fram á diskum á veitingastaðnum Baccalá Bar. Viðskipti innlent 18. febrúar 2021 11:03
Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur. Innlent 16. febrúar 2021 13:37
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. Viðskipti innlent 15. febrúar 2021 23:27
Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Viðskipti innlent 15. febrúar 2021 16:14
Þriðji staðurinn á von á sekt eftir brot um helgina Aðstandendur eins veitingastaðar í Reykjavík mega eiga von á kæru, þar sem staðnum hafði ekki verið lokað þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Innlent 14. febrúar 2021 07:18
Á von á að málum staðanna í miðbænum ljúki með sekt Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Innlent 13. febrúar 2021 11:31
Líf að færast í miðborgina en veitingamenn vildu gjarnan mega fá fleiri í hús Svo virðist sem líf sé aftur að færast í miðborgina en víða er nú fullbókað á veitingastöðum um helgar og þá hafa barir og skemmtistaður aftur opnað dyrnar eftir að hafa verið lokaðir frá því snemma í október. Innlent 13. febrúar 2021 09:26
Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum. Innlent 13. febrúar 2021 07:43
Ítalía auglýst til sölu Rekstur Veitingahússins Ítalíu hefur verið auglýstur til sölu. Um er að ræða einn rótgrónasta veitingastað landsins. Á Fasteignavef Vísis kemur fram að eftir þrjátíu ára farsælan rekstur hafi þeir Tino og Fabio ákveðið að rétta nýjum aðilum keflið. Viðskipti innlent 12. febrúar 2021 10:11
Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli. Innlent 8. febrúar 2021 14:45
Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Innlent 7. febrúar 2021 07:44
Breyttu staðnum „úr helvíti í paradís“ Rekstraraðilar veitingastaðarins Ali Baba hafa opnað nýjan stað í húsnæðinu við Austurstræti 12 í Reykjavík, húsnæði sem á sér nokkra forsögu. Nýi staðurinn var opnaður í gær en áður var veitingastaðurinn vinsæli til húsa við Veltusund 5 við Ingólfstorg en var því útibúi lokað í byrjun árs 2019. Leituðu eigendur þá að nýrri staðsetningu í miðborginni. Viðskipti 6. febrúar 2021 22:32
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. Innlent 6. febrúar 2021 08:00
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Innlent 2. febrúar 2021 14:00
Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Viðskipti innlent 1. febrúar 2021 20:01
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. Viðskipti innlent 26. janúar 2021 17:17
Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. Innlent 24. janúar 2021 14:27
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. Innlent 21. janúar 2021 11:08
Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. Viðskipti innlent 20. janúar 2021 21:10
Kaupfélag Skagfirðinga í hamborgarana Kaupfélag Skagfirðinga er orðinn eigandi M-veitinga ehf. sem rekur hamborgarastaðina Metro í Skeifunni og Smáratorgi. Þetta er ljóst með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem hafði kaupin til skoðunar. Viðskipti innlent 20. janúar 2021 14:40
Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. Neytendur 19. janúar 2021 15:19
Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Viðskipti innlent 18. janúar 2021 14:23
Sóttvarnarbrot á veitingastað þar sem voru hátt í fimmtíu gestir Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er. Innlent 18. janúar 2021 06:22
Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám. Viðskipti innlent 13. janúar 2021 18:28
Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. Viðskipti innlent 13. janúar 2021 07:09
Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum. Viðskipti innlent 11. janúar 2021 13:48
Ósáttur með að krár þurfi áfram að hafa lokað: „Munurinn er þessi eina kleina!“ „Okkur finnst verulega að okkur vegið og mikil mismunun í gangi,“ segir kráaeigandinn Arnar Þór Gíslason um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem kynntar voru í hádeginu. Viðskipti innlent 8. janúar 2021 14:20