„Ég hef stundum verið á undan minni samtíð með hugmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2021 22:39 Ásgeir Kolbeinsson rekur í dag veitingastaðinn Pünk við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm ,,Mér finnst auðvitað leiðinlegt þegar fólk misskilur hlutina eða heldur eitthvað slæmt um mig, en þú ert alltaf með einhvern einn fíl einhvers staðar.“ Þetta segir Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðla- og viðskiptamaður. Ásgeir var um árabil vinsæll útvarpsmaður en sneri sér síðar að rekstri skemmtistaðar og nú síðast veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Ásgeir, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggasonar, hefur endurtekið lent á milli tannanna á fólki. Hann segist hafa lært að taka því af æðruleysi í seinni tíð. „Ég er mjög gjarn á að reyna að laga hluti og hafa alla góða, en ég lærði það einhvern tíma að það er ekki hægt. Það eru kannski hundrað manns í veislu og 99 finnst þú frábær, en það er einn sem finnst þú alveg ömurlegur og það sem maður gerir er að vaða í þennan eina og reyna að laga hann. Svo áttar maður sig á því að það er hvorki eitthvað sem maður á að gera, né eitthvað sem er hægt að breyta,“ segir Ásgeir. „En auðvitað þegar maður sér eitthvað skrifað eða sagt um sig sem er ekki rétt, þá fer réttlætiskenndin í gang. En maður lærir með aldrinum og tímanum og verður alltaf betri og betri í þessu.“ Austur endaði í illu Eitt af stærstu verkefnum Ásgeirs á undanförnum árum var þegar eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum Austur, sem enduðu í illu. „Það er rosalegasta verkefni lífs míns. Ég vil ekki tala of mikið um þetta, en það er magnað hvað það er hægt að „manipulata“ íslenska ríkið, dómskerfið og hvað sem er, bara ef þú ert nógu mikill hryðjuverkamaður. Þeir aðilar sem ég var að berjast gegn þar náðu ótrúlegum árangri með klækjum og að fara á bak við kerfið. Og kerfið stóð bara ekki í fæturnar þegar kom að því að leysa þetta mál. Hluti af þessu máli er enn í kerfinu og þetta mál allt saman var með hreinustu ólíkindum. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð á þriðju hæðinni á Austur og lögfræðingurinn minn var á leiðinni og deiluaðilinn var að koma og það var framundan einhver viðbjóður í 2-3 klukkutíma. Þetta var föstudagur í júní og klukkan var um 5 og sól úti og ég horfði út um gluggann og sá þar mann á reiðhjóli leggja fyrir utan vínbúðina og fara inn og koma með vínflösku út. Ég man að ég hugsaði hvað þessi hefði það gott að vera að fara að eiga gott kvöld á meðan ég var á leiðinni í eitthvað djöfulsins maraþon rifrildi. Þetta var lýsandi fyrir þessi ár sem tóku við og þessa martröð alla.“ Ásgeir segist alltaf hafa verið hugmyndaríkur, frá blautu barnsbeini. Hugmyndir í bílförmum „Ég hef stundum verið á undan minni samtíð með hugmyndir og hef alltaf verið ófeiminn við að gefa hugmyndir. Það er nóg fyrir alla. Ég man til dæmis þegar ég var barn í bílnum hjá mömmu og pabba og við komum að ljósum og ég sagði við þau: „Af hverju eru ekki myndavélar á umferðarljósunum, þannig að ef það er enginn að koma úr hinni áttinni, þá getum farið yfir ef það eru engir aðrir bílar.“ Það eru 35 ár síðan, en hreyfiskynjararnir á ljósin komu ekki fyrr en 15 árum seinna,“ segir Ásgeir. Og nóg er af hugmyndunum. „Ég fór á sínum tíma í vatnsævintýri og ætlaði að flytja út íslenskt vatn. Við stofnuðum fyrirtæki á Akureyri sem hét „Akva“ og það var meðal annars búið að ná samningum við bæði DSB lestirnar í Danmörku og Nettó verslanirnar í sama landi. En þó að maður þurfi ekki nema brotabrot af sölu vatns í heiminum til að græða mikinn pening komst ég fljótt að því að þetta væri erfiður bisness. Við komumst að því að eina leiðin til að selja íslenskt vatn er að vera með það sem lúxus-vöru. En þetta var frábær reynsla og maður lærði margt.“ Skólaður af BÓ Ásgeir rifjar upp þegar hann að stíga sín fyrstu skref sem útvarpsmaðurÍ þættinum fer Ásgeir meðal annars yfir árin í útvarpinu og hve ólíkur veruleiki útvarpsmanna var þegar hann var að stíga sín fyrstu skref: „Björgvin Halldórsson var dagskrárstjóri og hann var grjótharður og gaf engan afslátt. Ég man að ég bað Bo einhvern tíma um frí af því að það var árshátíð og hann svaraði bara: „Frí? Þetta er ekki Kassagerðin kallinn minn.“ Það var meira mál að vera útvarpsmaður þarna, af því að maður þurfti að finna til geisladiska og plötur fyrir hvert einasta lag. Þannig að ef maður fékk í magann þurfti bara að setja átta mínútna lag á og vona að maður næði að klára klósettferðina. Þannig að ef maður heyrði einhver rosalega löng lög vissi maður að það væri eitthvað vesen í gangi!“ Í þættinum ræða Ásgeir og Sölvi um feril Ásgeirs, fjölmiðla, viðskipti, ástríðu í lífinu og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Veitingastaðir Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeins les upp ógeðsleg ummæli um sig Athafnarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Koleinsson mætti í Brennsluna á FM957 í gærmorgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sig sem skrifaðar hafa verið á veraldarvefnum. 12. júní 2020 07:04 Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label. 6. mars 2011 10:40 Hópmynd í tilefni 30 ára afmælis FM957 Ein vinsælasta útvarpsstöð landsins FM957 fagnar í dag 30 ára afmæli, af því tilefni var boðað til myndatöku þar sem að eins margir fyrrverandi og núverandi útvarpsmenn stöðvarinnar, og gátu komið mættu. 13. júní 2019 16:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta segir Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðla- og viðskiptamaður. Ásgeir var um árabil vinsæll útvarpsmaður en sneri sér síðar að rekstri skemmtistaðar og nú síðast veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur. Ásgeir, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggasonar, hefur endurtekið lent á milli tannanna á fólki. Hann segist hafa lært að taka því af æðruleysi í seinni tíð. „Ég er mjög gjarn á að reyna að laga hluti og hafa alla góða, en ég lærði það einhvern tíma að það er ekki hægt. Það eru kannski hundrað manns í veislu og 99 finnst þú frábær, en það er einn sem finnst þú alveg ömurlegur og það sem maður gerir er að vaða í þennan eina og reyna að laga hann. Svo áttar maður sig á því að það er hvorki eitthvað sem maður á að gera, né eitthvað sem er hægt að breyta,“ segir Ásgeir. „En auðvitað þegar maður sér eitthvað skrifað eða sagt um sig sem er ekki rétt, þá fer réttlætiskenndin í gang. En maður lærir með aldrinum og tímanum og verður alltaf betri og betri í þessu.“ Austur endaði í illu Eitt af stærstu verkefnum Ásgeirs á undanförnum árum var þegar eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum Austur, sem enduðu í illu. „Það er rosalegasta verkefni lífs míns. Ég vil ekki tala of mikið um þetta, en það er magnað hvað það er hægt að „manipulata“ íslenska ríkið, dómskerfið og hvað sem er, bara ef þú ert nógu mikill hryðjuverkamaður. Þeir aðilar sem ég var að berjast gegn þar náðu ótrúlegum árangri með klækjum og að fara á bak við kerfið. Og kerfið stóð bara ekki í fæturnar þegar kom að því að leysa þetta mál. Hluti af þessu máli er enn í kerfinu og þetta mál allt saman var með hreinustu ólíkindum. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð á þriðju hæðinni á Austur og lögfræðingurinn minn var á leiðinni og deiluaðilinn var að koma og það var framundan einhver viðbjóður í 2-3 klukkutíma. Þetta var föstudagur í júní og klukkan var um 5 og sól úti og ég horfði út um gluggann og sá þar mann á reiðhjóli leggja fyrir utan vínbúðina og fara inn og koma með vínflösku út. Ég man að ég hugsaði hvað þessi hefði það gott að vera að fara að eiga gott kvöld á meðan ég var á leiðinni í eitthvað djöfulsins maraþon rifrildi. Þetta var lýsandi fyrir þessi ár sem tóku við og þessa martröð alla.“ Ásgeir segist alltaf hafa verið hugmyndaríkur, frá blautu barnsbeini. Hugmyndir í bílförmum „Ég hef stundum verið á undan minni samtíð með hugmyndir og hef alltaf verið ófeiminn við að gefa hugmyndir. Það er nóg fyrir alla. Ég man til dæmis þegar ég var barn í bílnum hjá mömmu og pabba og við komum að ljósum og ég sagði við þau: „Af hverju eru ekki myndavélar á umferðarljósunum, þannig að ef það er enginn að koma úr hinni áttinni, þá getum farið yfir ef það eru engir aðrir bílar.“ Það eru 35 ár síðan, en hreyfiskynjararnir á ljósin komu ekki fyrr en 15 árum seinna,“ segir Ásgeir. Og nóg er af hugmyndunum. „Ég fór á sínum tíma í vatnsævintýri og ætlaði að flytja út íslenskt vatn. Við stofnuðum fyrirtæki á Akureyri sem hét „Akva“ og það var meðal annars búið að ná samningum við bæði DSB lestirnar í Danmörku og Nettó verslanirnar í sama landi. En þó að maður þurfi ekki nema brotabrot af sölu vatns í heiminum til að græða mikinn pening komst ég fljótt að því að þetta væri erfiður bisness. Við komumst að því að eina leiðin til að selja íslenskt vatn er að vera með það sem lúxus-vöru. En þetta var frábær reynsla og maður lærði margt.“ Skólaður af BÓ Ásgeir rifjar upp þegar hann að stíga sín fyrstu skref sem útvarpsmaðurÍ þættinum fer Ásgeir meðal annars yfir árin í útvarpinu og hve ólíkur veruleiki útvarpsmanna var þegar hann var að stíga sín fyrstu skref: „Björgvin Halldórsson var dagskrárstjóri og hann var grjótharður og gaf engan afslátt. Ég man að ég bað Bo einhvern tíma um frí af því að það var árshátíð og hann svaraði bara: „Frí? Þetta er ekki Kassagerðin kallinn minn.“ Það var meira mál að vera útvarpsmaður þarna, af því að maður þurfti að finna til geisladiska og plötur fyrir hvert einasta lag. Þannig að ef maður fékk í magann þurfti bara að setja átta mínútna lag á og vona að maður næði að klára klósettferðina. Þannig að ef maður heyrði einhver rosalega löng lög vissi maður að það væri eitthvað vesen í gangi!“ Í þættinum ræða Ásgeir og Sölvi um feril Ásgeirs, fjölmiðla, viðskipti, ástríðu í lífinu og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Veitingastaðir Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeins les upp ógeðsleg ummæli um sig Athafnarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Koleinsson mætti í Brennsluna á FM957 í gærmorgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sig sem skrifaðar hafa verið á veraldarvefnum. 12. júní 2020 07:04 Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label. 6. mars 2011 10:40 Hópmynd í tilefni 30 ára afmælis FM957 Ein vinsælasta útvarpsstöð landsins FM957 fagnar í dag 30 ára afmæli, af því tilefni var boðað til myndatöku þar sem að eins margir fyrrverandi og núverandi útvarpsmenn stöðvarinnar, og gátu komið mættu. 13. júní 2019 16:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ásgeir Kolbeins les upp ógeðsleg ummæli um sig Athafnarmaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Koleinsson mætti í Brennsluna á FM957 í gærmorgun og las upp andstyggilegar athugasemdir um sig sem skrifaðar hafa verið á veraldarvefnum. 12. júní 2020 07:04
Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti sátu á fremsta bekk á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label. 6. mars 2011 10:40
Hópmynd í tilefni 30 ára afmælis FM957 Ein vinsælasta útvarpsstöð landsins FM957 fagnar í dag 30 ára afmæli, af því tilefni var boðað til myndatöku þar sem að eins margir fyrrverandi og núverandi útvarpsmenn stöðvarinnar, og gátu komið mættu. 13. júní 2019 16:30