Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Védís hefur sólóferilinn að nýju

„Þetta er svo ríkt í mér og það sem gerir mig hamingjusamasta og það liggur beinast við að rækta garðinn sinn,“ segir söngkonan Védís Hervör Árnadóttir. Hún flytur eigin tónsmíðar í fyrsta sinn í langan tíma annað kvöld sem gestur Ragnheiðar Gröndal í tónleikaröð hennar á Café Haiti klukkan hálf tíu.

Tónlist
Fréttamynd

Voffinn verður ljón

Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu.

Tónlist
Fréttamynd

Friðrik Dór syngur um Al Thani

"Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Hæggeng sveimtónlist í djassstíl

"Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl,“ segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis.

Tónlist
Fréttamynd

Opna öfluga vefsíðu um tónlist

"Mér fannst eitthvað vanta til að skrásetja þessa íslensku tónlistarsenu sem er í gangi og hefur verið mjög öflug síðustu ár,“ segir tónlistarspekingurinn Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri. Hann hefur sett á laggirnar vefsíðuna straum.is sem verður með virka og daglega tónlistarumfjöllun.

Tónlist
Fréttamynd

Engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af Þórunni

"Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helgarferð,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntanlegt myndband við lag sitt So High.

Tónlist
Fréttamynd

Geir með trommara Simpsons

"Ég er með hluta af bestu hljómlistarmönnum Íslands, Don Randi, fyrrum píanóleikara Frank Sinatra, og einum besta trommuleikara heims sem heitir Bernie Dresel,“ segir Geir Ólafsson sem var við upptökur í Stúdíói Sýrlandi fyrir væntanlega hljómplötu sína í síðustu viku ásamt einvalaliði tónlistarmanna og Þóri Baldurssyni, sem stýrði upptökunum.

Tónlist
Fréttamynd

Söngfuglarnir í Hamrahlíð frumflytja íslenskar tónsmíðar

Hamrahlíðarkórinn frumflytur nýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld. Hafliði lauk við þessar útsetningar nú í vor og tileinkar þær Þorgerði og "söngfuglunum í Hamrahlíð".

Tónlist
Fréttamynd

Saman á ný

Drengjasveitin Backstreet Boys vinnur að sinni fimmtu plötu og er þetta í fyrsta sinn sem allir meðlimir sveitarinnar koma saman í hljóðveri síðan árið 2005.

Tónlist
Fréttamynd

Goðsögn spilar teknó fyrir útvalda

"Fáum hefur tekist jafn vel að teknó-væða mannfólkið eins og Dave Clarke,“ segir Arnviður Snorrason betur þekktur sem Addi Exos. Hann er meðal skipuleggjenda framkomu eins frægasta teknó-plötusnúð heims á Þýska barnum næsta laugardagskvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Átján tónleikar á sama stað

Jónas Sigurðsson tónlistarmaður fagnar væntanlegri útgáfu þriðju plötu sinnar, Þar sem himin ber við haf, á nokkuð sérstakan máta. Jónas kemur fram sex sinnum í viku í félagsheimilinu Fjarðaborg á Borgarfirði eystri næstu þrjár vikur í þeim tilgangi að kynna plötu sína. Alls mun Jónas halda átján tónleika á þremur vikum.

Tónlist
Fréttamynd

Stelpurnar elska mig

„Ég veit ekki betur en að ég sé með eina þátt landsins sem býður upp á að fólk geti hringt inn og flippað og verið í stuði,“ segir útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Sigurður Hlöðversson, einnig þekktur sem Siggi Hlö, eða Hlö-vélin.

Tónlist
Fréttamynd

Strax byrjaðir á nýrri plötu

„Við gerðum 34 lög í vetur og völdum ellefu þar úr og settum á diskinn,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, um diskinn Föstudagslögin sem hann og Sverrir Bergmann gáfu út síðastliðinn föstudag.

Tónlist
Fréttamynd

Nas kveður fortíðina

Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina.

Tónlist
Fréttamynd

Selur 10.000 plötur heima hjá sér

"Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi.

Tónlist
Fréttamynd

Syngur við tölvugerða tónlist

"Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf,“ segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart.

Tónlist
Fréttamynd

Þórunn Antonía óvart vinsæl á Spáni

"Lagið mitt Too Late er í fyrsta sæti á spænskri tónlistarsíðu,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir steinhissa yfir því að lagið hafi ratað í efsta sæti á lagalista spænsku vefsíðunnar AstreduPOP, sem virðist leita uppi lítt þekkta en efnilega tónlistarmenn.

Tónlist
Fréttamynd

Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX

"Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle,“ segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum.

Tónlist
Fréttamynd

Sumarsmellur frá Þorvaldi

"Ég er svona skúffuskáld og lít fyrst og fremst á tónlistina sem skemmtilegt áhugamál,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem nýverið gaf út lagið Án minna vængja.

Tónlist
Fréttamynd

Gerði myndband við dónalag Bam Margera

"Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt,“ segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Fyllir í skarð Ingó Veðurguðs

"Uppáhaldslagið er Bahama,“ segir Vestfirðingurinn Benedikt Sigurðsson en hann fékk Veðurguðina til að spila með sér á lokaballi Markaðsdaga í Bolungarvík, sem fer fram í kvöld. Hann mun því syngja prógramm sveitarinnar í stað Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó Veðurguðs.

Tónlist
Fréttamynd

Þungarokk í þorpum

"Við spilum á stöðum sem þungarokkshljómsveitir halda aldrei tónleika á,“ segir Hólmkell Leó Aðalsteinsson, meðlimur hljómsveitarinnar Endless Dark, sem heldur af stað á Íslandstúr á morgun. Fyrstu tónleikarnir fara fram á Gamla Gauknum annað kvöld en að þeim loknum verður rokkað á Grundarfirði, Skagaströnd, Siglufirði, Akureyri og loks á Neskaupstað á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Tónlist
Fréttamynd

Lay Low í einkaflugvél milli landshluta

"Eftir mikla leit á öllum vígstöðvum stökk Guðmundur Már Þorvarðarson, vinur Smára Tarfs, til og reddaði flugvél,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Rauðasandur Festival sem fer fram um helgina á Vestfjörðum.

Tónlist