Tónlist

Mahler sunginn í Salnum

Eva Þyrí Hilmarsdóttir, Ágúst Ólafsson, Eva Þyrí Hilmarsdóttir
Eva Þyrí Hilmarsdóttir, Ágúst Ólafsson, Eva Þyrí Hilmarsdóttir
Aðrir tónleikar vetrarins í Tíbrárröð Salarins verða á laugardag. Að þessu sinni skyggnast Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Ágúst Ólafsson barítón og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir inn í ævintýraheim Mahlers.

Á tónleikunum flytja þau safn laga eftir Gustav Mahler samin við texta úr safni þýskra þjóðkvæða sem ber heitið Des Knaben Wunderhorn eða Undralúður drengsins. Kvæðin eru eftir óþekkta höfunda en var safnað saman og þau gefin út af Achim von Arnim og Clemens Brentano í byrjun nítjándu aldar.

Textar þessara þjóðkvæða spila veigamikið hlutverk í mörgum frægustu verkum Mahlers. Kvæðin sem hann samdi laglínur við taka á öllum tilfinningaskala manneskjunnar en þeir fjalla um ástina, hermennsku, sársauka og sorg þó svo inn á milli séu glettnir textar. Sjálfur kallaði Mahler verkin Humoresken, Lieder und Balladen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.