Laufey í Vogue ásamt Rihönnu Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi. Lífið 17. apríl 2024 10:08
Steldu stíl nýja ráðherrans Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. Lífið 16. apríl 2024 17:36
ILVA tilnefnt til hönnunarverðlauna Bo Bedre Danska hönnunartímaritið BO BEDRE hefur tilnefnt fimm af hönnunum ILVA til Boligmagasinet Designfavorit 2024 í flokkunum: Sófi, loftljós, útihúsgögn, lítil borð og motta. Lífið samstarf 16. apríl 2024 08:45
Karlmannsnærbuxurnar sem eru að gera allt vitlaust „Þeir sem prófa þessar henda yfirleitt bara gömlu nærbuxunum og skipta alfarið yfir. Þetta er algjör bylting í nærfatnaði fyrir karlmenn,“ segir Ómar Ómarsson sem stendur á bak við Comfyballs.is Lífið samstarf 15. apríl 2024 10:16
„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 13. apríl 2024 11:31
Munnskolið mikilvægt í förðunarstarfinu Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir er vanalega alltaf með förðunarnauðsynjavörur í töskunni sinni og klikkar sömuleiðis ekki á því að vera bæði með munnskol og tyggjó. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun 11. apríl 2024 11:31
Mínímalísk íbúð Lísu Maríu til sölu Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir. Lífið 10. apríl 2024 20:01
Viðar Logi meðal 30 undir 30 á lista Forbes „Það er sérstaklega súrrealískt fyrir millistéttarstrák frá Dalvík að vera á lista meðal þessara brautryðjenda,“ segir ljósmyndarinn og listamaðurinn Viðar Logi. Hann komst á eftirsóttan lista Forbes tímaritsins um 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa náð hvað mestri velgengni á sviði lista og menningar í Evrópu árið 2024. Lífið 9. apríl 2024 12:11
„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 6. apríl 2024 11:31
Gafst ekki upp Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum. Lífið 5. apríl 2024 11:01
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 30. mars 2024 11:31
Tískan sýndi trúnaðarbrest í hruninu „Ég byrjaði fyrir fjórum, fimm árum síðan í doktorsnámi við Háskóla Íslands í félagsfræði. Ég er búin að skila af mér fyrsti og annarri greininni og á því eftir skrifa eina til viðbótar. Í fyrstu greininni fór ég og tók viðtal við konur í bankageiranum um það hvernig klæðnaður kvenna í bankaheiminum hefði breyst frá því um 20 eða 30 árum síðan,“ segir Linda Björg Árnadóttir sem er að vinna að doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Lífið 28. mars 2024 12:23
Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. Tíska og hönnun 28. mars 2024 11:30
Björk á forsíðu Vogue í fyrsta sinn Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðu tímaritsins Vogue Scandinavia í nýjasta tölublaðinu. Um er að ræða í fyrsta sinn sem tónlistarkonan prýðir forsíðu blaðsins sem er eitt frægasta tískutímarit í heimi. Tíska og hönnun 27. mars 2024 14:34
Fullkomlega ærandi að vita ekki hvernig jakkinn komst hinumegin á hnöttinn Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk skilaboð frá eiganda JÖR jakka sem bjó í eyju sunnan við Síle í Suður-Ameríku. Sá hafði keypt flíkina á fatamarkaði og hafði svo uppi á Gumma á samfélagsmiðlum. Lífið 23. mars 2024 17:00
„Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 23. mars 2024 11:30
Fyrirsætulífið úti mikið ævintýri en saknar íslenska vatnsins „Ég elska þennan bransa jafn mikið og ég gerði daginn sem ég byrjaði í honum. Því vinnan mín er svo óútreiknanleg,“ segir fyrirsætan Birta Abiba. Birta er búsett í Los Angeles um þessar mundir og sat nýverið fyrir í auglýsingaherferð fyrir hamborgararisann McDonald's. Blaðamaður ræddi við Birtu um lífið úti. Lífið 23. mars 2024 07:02
Réttu hlaupafötin fyrir íslenskt „vor“ Með hækkandi sól langar líkamann út að hreyfa sig og einfaldasta hreyfingin er að rífa sig upp úr sófanum og hlaupa beint út um dyrnar. Íslenska vorið er oft ansi vetrarlegt en það þarf ekki að stoppa okkur. Það er hægt að hlaupa úti í öllum veðrum ef fólk klæðir sig rétt. Lífið samstarf 22. mars 2024 08:39
Einhleypir og eitursvalir Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum. Lífið 22. mars 2024 07:01
Danskur draumur við strandlengjuna Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. Lífið 21. mars 2024 13:00
Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. Tíska og hönnun 21. mars 2024 11:30
Selur tösku og eitt eintak af nýrri plötu á eina milljón „Útgáfudagur plötunnar er enn leyndó,“ segir tónlistarmaðurinn ISSI hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að glænýrri plötu sem ber heitið 21. Fyrr í dag birti hann færslu á Instagram þar sem hann auglýsir tösku og eitt eintak af plötunni til sölu á milljón krónur. Tónlist 18. mars 2024 14:01
Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 16. mars 2024 11:30
Tískudrottning og fréttamaður eiga vona á stúlku Eva Katrín Baldursdóttir, annar eigandi tískuvöruverslunarinnar Andrá, og Ragnar Jón Hrólfsson fréttamaður á Rúv eiga vona á sínu öðru barni í sumar. Eva deilir gleðifréttunum með fallegri myndafærslu á samfélagmiðlum. Lífið 14. mars 2024 15:01
Náttúruleg og ljómandi fermingarförðun Förðunarfræðingurinn Ragnheiður Júlíusdóttir sýnir okkur einfalda húðrútínu fyrir unga einstaklinga ásamt því sýna okkur náttúrulega og ljómandi fermingarförðun, skref fyrir skref. Lífið samstarf 14. mars 2024 14:52
Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. Tíska og hönnun 14. mars 2024 11:31
Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. Tíska og hönnun 13. mars 2024 21:00
Fermingargjöfin sem stenst tímans tönn „Ég hef oft heyrt að fólk vilji gefa eitthvað í fermingargjöf sem fermingarbarnið mun eiga til lífstíðar. Ég tek eftir því að það sem helst fer í fermingarpakkann eru úr og við erum með mikið úrval af skarti og úrum fyrir öll,“ segir Björg Máney Byron aðstoðarverslunarstjóri Klukkunnar en Klukkan hefur staðið vaktina síðan 1975. Lífið samstarf 13. mars 2024 08:40
Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Tíska og hönnun 10. mars 2024 23:22
Sparks peysan og brúnkukremið eftirminnilegt tímabil Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 9. mars 2024 11:30