„Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 11:31 Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson, Danni Deluxe, er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson blandar saman há- og lágtísku á einstakan hátt og hefur gaman að menningunni á bak við tískuna. Hans eftirminnilegasta verslunarferð var með stjörnulögmanninum og tískuunnandanum Villa Vill í Napólí og segir hann að það að versla með Villa sé sambærilegt því að spila fótbolta með Maradonna. Daníel Ólafsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Danni vel klæddur í leðri á DJ giggi.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er skemmtilegt hvað tískan rímar oft við það sem er í gangi í menningu eða stemningunni í þjóðfélaginu. Það er líka skemmtilegt að þegar eitthvað er í tísku getur fólk líka ákveðið bara að vera alls ekki í tískunni. Danni hefur gaman að því hvernig tískan rímar við menninguna og stemninguna í þjóðfélaginu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég myndi segja að það væri Danier leðurjakki sem pabbi keypti í Halifax 1997 sem ég nappaði af honum, tæknilega ekki mín flík en það er eins og það er. Svona nettur 90's Sopranos fílingur í honum. Jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Danna.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það. Ég bara vakna og reyni mitt besta. Þegar ég versla föt er ég yfirleitt eins og bankaræningi, fljótur inn og fljótur út. Danni er ekkert að flækja hlutina og er fljótur að velja sér föt.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að þetta væri svona blanda af hátísku og lágtísku. Blanda af Breiðholti og Mílan. Og síðan hef ég líka húmor fyrir sjálfum mér, stundum eru föt það ljót að þau verða flott. Danni blandar saman Breiðholti og Mílanó í tískunni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég er kannski meira meðvitaður um það hvað er alls ekki að virka saman. Danni segist með árunum meðvitaðri um hvað virkar ekki saman.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég myndi ekki segja að ég sé með einhverja „klæða mig upp“ seremóníu, en auðvitað vill maður reyna að vera ferskur og njóta þess. Danni er með ferskan og afslappaðan stíl.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held að ég leiti mest í tónlist, kvikmyndir og vini mína. Og kannski meira í fólk sem ég vil alls ekki klæða mig eins og. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eiginlega ekki. Annað hvort er eitthvað að virka eða ekki og maður finnur það bara strax. En ég er kannski ekki mikið í einhverju „big logo“ dæmi. Danni er ekki með boð eða bönn í tískunni en sækir lítið í miklar merkingar á fatnaðinum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er held ég þessi ACNE skyrta sem ég keypti þegar ég var versla með Villa Vill í Napolí. Að fara með honum í fatabúðir er eins og fá að spila fótbolta með Maradona. Hann sýndi mér líka hvernig maður rokkar þessa skyrtu almennilega, vel hneppt niður. Danni og Villi Vill flottir á því á Ítalíu.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig eftir veðri, ekki verði. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Danni vel klæddur í leðri á DJ giggi.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er skemmtilegt hvað tískan rímar oft við það sem er í gangi í menningu eða stemningunni í þjóðfélaginu. Það er líka skemmtilegt að þegar eitthvað er í tísku getur fólk líka ákveðið bara að vera alls ekki í tískunni. Danni hefur gaman að því hvernig tískan rímar við menninguna og stemninguna í þjóðfélaginu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég myndi segja að það væri Danier leðurjakki sem pabbi keypti í Halifax 1997 sem ég nappaði af honum, tæknilega ekki mín flík en það er eins og það er. Svona nettur 90's Sopranos fílingur í honum. Jakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Danna.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei ég myndi ekki segja það. Ég bara vakna og reyni mitt besta. Þegar ég versla föt er ég yfirleitt eins og bankaræningi, fljótur inn og fljótur út. Danni er ekkert að flækja hlutina og er fljótur að velja sér föt.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að þetta væri svona blanda af hátísku og lágtísku. Blanda af Breiðholti og Mílan. Og síðan hef ég líka húmor fyrir sjálfum mér, stundum eru föt það ljót að þau verða flott. Danni blandar saman Breiðholti og Mílanó í tískunni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég er kannski meira meðvitaður um það hvað er alls ekki að virka saman. Danni segist með árunum meðvitaðri um hvað virkar ekki saman.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég myndi ekki segja að ég sé með einhverja „klæða mig upp“ seremóníu, en auðvitað vill maður reyna að vera ferskur og njóta þess. Danni er með ferskan og afslappaðan stíl.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held að ég leiti mest í tónlist, kvikmyndir og vini mína. Og kannski meira í fólk sem ég vil alls ekki klæða mig eins og. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eiginlega ekki. Annað hvort er eitthvað að virka eða ekki og maður finnur það bara strax. En ég er kannski ekki mikið í einhverju „big logo“ dæmi. Danni er ekki með boð eða bönn í tískunni en sækir lítið í miklar merkingar á fatnaðinum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er held ég þessi ACNE skyrta sem ég keypti þegar ég var versla með Villa Vill í Napolí. Að fara með honum í fatabúðir er eins og fá að spila fótbolta með Maradona. Hann sýndi mér líka hvernig maður rokkar þessa skyrtu almennilega, vel hneppt niður. Danni og Villi Vill flottir á því á Ítalíu.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig eftir veðri, ekki verði.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira