Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessa­stöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælustu vörurnar í Signature 2024

Húsgagnaverslunin Signature er flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Stekkjarbakka 6 þar sem Garðheimar voru til húsa. Þar sameinast spennandi nýjungar í hönnun og vinsælar vörur sem hafa skapað versluninni sérstöðu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fagnaði tví­tugs­af­mælinu í Vivienne Westwood

Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Opnuðu sjóð­heitt hönnunarstúdíó með stæl

Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu Ís­lendingarnir 2024

Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sænsk tískudrottning sögð kúga starfs­fólk sitt

Sænskur áhrifavaldur og ein áhrifamesta unga athafnakona heims er sökuð um að koma fram við starfsfólk sitt á niðurlægjandi og kúgandi hátt. Fyrrverandi og núverandi starfsfólk Djerf Avenue, fyrirtækis hennar, saka hana um einelti og ógnarstjórnun á vinnustaðnum. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. 

Menning
Fréttamynd

Húrrandi stemning í opnun Húrra

Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða

Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Með okkar augum fengu Kærleikskúluna

Tuttugasta og önnur Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 4. desember. Með okkar augum fær Kærleikskúluna að þessu sinni og þá er Blóm og ást þurfa næringu eftir Hildi Hákonardóttur Kærleikskúla ársins 2024.

Lífið
Fréttamynd

Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“

„Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað,“ segir vöruhönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem var að fara af stað með heimilis hönnunarvörumerkið Lopedro. Blaðamaður tók púlsinn á Loga og ræddi við hann um þessi nýju ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Komst í jólaskapið í septem­ber

Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því?

Lífið
Fréttamynd

Djörf á dreglinum

Heitustu stórstjörnur heims klæddu sig upp í sitt djarfasta hátískupúss í gærkvöldi í tilefni af Tískuverðlaunahátíðinni sem haldin var í tónleikahöllinni Royal Albert Hall í London. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ás­laug Arna fékk „elegant“ kind í af­mælis­gjöf

Sjálfstæðiskonan og ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagnaði 34 ára afmæli sínu á kosningadag með flokksfélögum sínum og stuðningsmönnum í Sjálfstæðissalnum sem áður var Nasa. Hún fékk einstaka afmælisgjöf frá góðum vinum sem vísaði í ummæli sem Össur Skarphéðinsson lét falla snemma í kosningabaráttunni. 

Lífið
Fréttamynd

Virði töskusafns Lauf­eyjar Línar yfir fimm milljónum

Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé.

Lífið