Lífið

Götu­tíska fyrir ís­lenskar að­stæður

Lovísa Arnardóttir skrifar
RR er snúið við þannig það líti út eins og 66.
RR er snúið við þannig það líti út eins og 66. Aðsend

66°Norður og Reykjavík Roses kynna nýja samstarfslínu í verslun 66°Norður á Laugavegi klukkan 18 í dag.

Línan er blanda af menningu RR og arfleifð 66°Norður að sögn Bergs Guðnasonar, hönnuðar hjá 66°Norður. Flíkurnar eru allar framleiddar í verksmiðjum 66°Norður.

„Aldursbilið er mjög vítt. Allt niður í fyrstu flíkur sem börn fá í fæðingargjöf og áfram út ævina. Enda þurfa Íslendingar að kunna að klæða sig eftir alls konar veðrum og aðstæðum. Það var því afar ánægjulegt að stíga fæti inn í hugarheim Reykjavík Roses og í sameiningu vinna að línu sem hentar vel í íslenskar aðstæður fyrir götutískuna á Íslandi, jafnt sem víðar,“ segir Bergur.

Henta í hversdaginn eða í útivistina.Aðsend

Hann segir að glögga kannski taka eftir að logo-ið í samstarfslínunni er unnið þannig að RR, í Reykjavík Roses, er snúið við þannig RR myndar 66.

Fyrirtækin fóru óhefðbundnar leiðir í markaðssetningu á fatalínunni og gröffuðu verslun 66°Norður á Laugavegi 17 þannig það liti út fyrir að hafa verið skemmdarverk. Stuttu síðar kom svo í ljós að um hluta af markaðsherferðinni hefði verið að ræða.

Fötin henta við allskonar aðstæðurAðsend

„Íslenski markaðurinn verður alltaf verið okkar aðal markaður hjá 66°Norður, við höfum þjónustað Íslendinga í næstum 100 ár og viljum við halda áfram næstu 100 árin,“ segir Bergur.

Salan á nýju línunni hefst klukkan 18 í dag í pop-up verslun 66°Norður á Laugavegi 17 þar sem DJ Daði Ómars mun sjá til þess að halda uppi stemmingunni.

Föt og taskaAðsend






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.