Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sól Hansdóttir vakti mikla athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir vakti mikla athygli fyrir sýningu sína á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Forsvarsmenn hátíðarinnar völdu Sól sem ein af þeim hönnuðum sem áhugavert er að fylgjast með og hún sýndi hönnun sína í arkítektúr- og hönnunarmiðstöðinni Blox við höfnina. „Engin kona er eyland“ Fjöldinn allur af flottum fyrirsætum skartaði hönnun Sólar á sýningunni og íslenska listakonan Ásta Fanney flutti ljóð bæði á íslensku og ensku. Fjölmiðlar erlendis á borð við Vogue hafa fjallað um sýninguna. View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Blaðamaður ræddi við Sól, sem er enn að ná sér niður eftir vægast sagt viðburðaríka viku. „Þessi vika er búin að vera klikkuð. Ég er varla búin að hafa almennilegan tíma til þess að velta öllu þessu fyrir mér,“ segir Sól glöð í bragði og bætir við: „Það sem er efst í huga mínum er bara hvað ég er ótrúlega heppin með fólk í kringum mig, Logi, Ásta Fanney og svo ótal mörg, öll þau sem komu að þessari sýningu. Ég er svo þakklát að fólk hafi haft trú á mér og mínu sjónarhorni. Engin kona er eyland, þetta er ekki hægt að gera svona verkefni einn og það er ómetanlegt hversu margir komu að þessu, sama hversu lítið eða stórt það var. Ég er ótrúlega þakklát.“ Það var mikil orka baksviðs eftir sýninguna.Vísir/Dóra Lang stærsta verkefnið hingað til Sól hefur sýnt flíkur sínar í London og París en aldrei verið ein með svona stóra sýningu. „Þetta var örugglega eitt það erfiðasta og mest krefjandi sem ég hef gert og sömuleiðis það stærsta sem ég hef gert hingað til. Fimmtán lúkk, fimmtán módel, tveggja klukkutíma prógramm og um tuttugu manna teymi bara á mínum vegum sem er meira en að segja það. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta ætti eftir að verða stórt batterí sem er örugglega ágætt því annars hefði ég líklega fengið kvíðakast. Ég lærði ótrúlega mikið af þessu og ég veit að mig langar að hafa enn meiri tíma næst. Það var svo ótrúlega mikil kaótík rétt áður en að sýningin byrjaði. Auðvitað vill maður alltaf hafa aðeins meiri tíma,“ segir Sól og hlær. Sól og Ásta Fanney.Vísir/Dóra Aldrei verið eins þreytt, sveitt og svöng Í dag er akkúrat vika frá sýningunni og segist Sól enn vera að lenda. „Tíska er ekki glamúrus! Ég hef aldrei verið eins þreytt, sveitt og svöng og á síðustu metrunum fyrir sýningu. Strax eftir sýningu opnaði sýningarrými (e. showroom) fyrir fjölmiðla og kaupendur en það var opið fram á föstudag og ég vildi auðvitað vera mikið á staðnum. Samhliða því þurfti ég að skila alls konar hlutum sem ég fékk að láni fyrir sýningu, svara tölvupósti, fara í viðtöl og græja ýmislegt. Það er alveg yndislegt að ég fékk margar fyrirspurnir um viðtöl en það tekur auðvitað tíma. Á laugardaginn vaknaði ég svo og þurfti loksins ekki að vera mætt neitt. Ég fór svo með síðustu sendinguna á pósthús í dag, nú þarf ég að þrífa íbúðina sem ég gisti í í Kaupmannahöfn og ég var að kaupa vín, romm og blóm fyrir alla sem voru að hjálpa mér, gáfu vinnuna sína og trúðu á mig. Ég er bara svolítið meyr eftir þetta.“ Logi Þorvaldsson framleiddi sýninguna ásamt Sól.Vísir/Dóra Kostar milljónir að setja upp sýningu Sól flýgur aftur til London á morgun þar sem hún er búsett og við taka önnur verkefni sem hafa verið í biðstöðu. „Ég ætla samt líka að reyna að taka mér smá frí,“ segir Sól kímin. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að fá að vera með á svona stórum vettvangi. „Þegar ég komst að því að ég fengi að vera hluti af þessu New Talent prógrammi, það var mikill heiður. Þú getur sótt um það sem upprennandi hönnuður og færð að taka þátt frítt í opinberri dagskrá. Yfirleitt kostar þetta nokkur hundruð þúsund, bara að vera fá að vera í opinberri dagskrá á tískuviku. Þau hringdu í mig, buðu mér að taka þátt frítt og boltinn fer að rúlla út frá því.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Það er gríðarlega kostnaðarsamt að halda svona sýningu þrátt fyrir að þurfa ekki að greiða þátttökugjald. „Allt var fjármagnað hjá mér sjálfri þannig að ég þurfti að vera dugleg að reyna að fá styrki og fá greiða frá vinum. Ég var að reyna að halda kostnaðinum mjög lágum en það er sagt að það sé gott ef þú nærð að halda sýningu undir fjórum milljónum, sem er ekki eitthvað sem ég á í rassvasanum. Ég vildi gera þetta ógeðslega vel því þá verður líka auðveldara að fá fjármagn fyrir næstu sýningu i janúar. Það hefur líka alltaf verið markmiðið, að sýna hvað ég get gert og gera það ógeðslega vel svo að fólk vilji fá mig aftur og vilji fjármagna. Maður er ekkert með fjórar milljónir tvisvar á ári til að henda í sýningar.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Stáltaugar og gott fólk Það skiptir gríðarlegu máli að hafa trú á sér í bransa sem þessum og segist Sól leggja mikið upp úr því. „Þú þarft stáltaugar til þess að geta verið í þessu, lausnamiðaða hugsun og gott teymi. Það skiptir öllu að passa sig að hafa gott fólk í kringum sig. Ég reyni að umkringja mig fólki sem er klárara en ég, fólki sem kann að leysa vanda og trúir á mig. Það er alveg ómetanlegt að eiga slíkt fólk að. Flestir í teyminu mínu unnu launalaust og ég líka en sem betur fer var ég með nokkra styrki til þess að þetta gengi upp. Ég get ekki lagt nægilega áherslu á það hvað gott teymi skiptir miklu. Og ekki vera með teymi sem segir að allt sé frábært. Fáðu teymi sem ögrar þér, segir þér þegar eitthvað er ekki nógu gott. Þú verður að geta tekið gagnrýni, höndlað það sem þarf að breyta og laga, allt sem kemur upp og þú bara getur ekki stjórnað. Það er svo margt sem getur gerst sem er ekki hægt að stýra.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Frábær viðbrögð frá Vogue Sól segir að nú taki raunveruleikinn við og á næstu vikum fái hún að sjá viðtökur frá kaupendum. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar í fjölmiðlum, nokkrir miðlar frá Vogue hafa til dæmis gefið sýningunni mjög jákvæða umfjöllun. Ég er fáránlega þakklát fyrir það, ég var ekki endilega að búast við því eða maður getur í raun aldrei vitað við hverju má búast. Ég er auðvitað að opna mig rosalega með þessari sýningu og er berskjölduð, maður er að sýna sex mánaða vinnu sem maður hefur lagt ótrúlega mikið í, tíma og pening. Ég er bara að springa úr þakklæti,“ segir Sól að lokum. Ásta Fanney flutti ljóð á íslensku og ensku.Vísir/Dóra Fyrirsæturnar voru umkringdar svokölluðum selfie ljósum en Sól er ekki par hrifin af þeim og fannst ákveðin kómík að hafa þau á sýningunni.Vísir/Dóra Ævintýralegar flíkur Sólar vöktu athygli.Vísir/Dóra Sól Hansdóttir var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst í fyrra. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan: Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Danmörk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Engin kona er eyland“ Fjöldinn allur af flottum fyrirsætum skartaði hönnun Sólar á sýningunni og íslenska listakonan Ásta Fanney flutti ljóð bæði á íslensku og ensku. Fjölmiðlar erlendis á borð við Vogue hafa fjallað um sýninguna. View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Blaðamaður ræddi við Sól, sem er enn að ná sér niður eftir vægast sagt viðburðaríka viku. „Þessi vika er búin að vera klikkuð. Ég er varla búin að hafa almennilegan tíma til þess að velta öllu þessu fyrir mér,“ segir Sól glöð í bragði og bætir við: „Það sem er efst í huga mínum er bara hvað ég er ótrúlega heppin með fólk í kringum mig, Logi, Ásta Fanney og svo ótal mörg, öll þau sem komu að þessari sýningu. Ég er svo þakklát að fólk hafi haft trú á mér og mínu sjónarhorni. Engin kona er eyland, þetta er ekki hægt að gera svona verkefni einn og það er ómetanlegt hversu margir komu að þessu, sama hversu lítið eða stórt það var. Ég er ótrúlega þakklát.“ Það var mikil orka baksviðs eftir sýninguna.Vísir/Dóra Lang stærsta verkefnið hingað til Sól hefur sýnt flíkur sínar í London og París en aldrei verið ein með svona stóra sýningu. „Þetta var örugglega eitt það erfiðasta og mest krefjandi sem ég hef gert og sömuleiðis það stærsta sem ég hef gert hingað til. Fimmtán lúkk, fimmtán módel, tveggja klukkutíma prógramm og um tuttugu manna teymi bara á mínum vegum sem er meira en að segja það. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta ætti eftir að verða stórt batterí sem er örugglega ágætt því annars hefði ég líklega fengið kvíðakast. Ég lærði ótrúlega mikið af þessu og ég veit að mig langar að hafa enn meiri tíma næst. Það var svo ótrúlega mikil kaótík rétt áður en að sýningin byrjaði. Auðvitað vill maður alltaf hafa aðeins meiri tíma,“ segir Sól og hlær. Sól og Ásta Fanney.Vísir/Dóra Aldrei verið eins þreytt, sveitt og svöng Í dag er akkúrat vika frá sýningunni og segist Sól enn vera að lenda. „Tíska er ekki glamúrus! Ég hef aldrei verið eins þreytt, sveitt og svöng og á síðustu metrunum fyrir sýningu. Strax eftir sýningu opnaði sýningarrými (e. showroom) fyrir fjölmiðla og kaupendur en það var opið fram á föstudag og ég vildi auðvitað vera mikið á staðnum. Samhliða því þurfti ég að skila alls konar hlutum sem ég fékk að láni fyrir sýningu, svara tölvupósti, fara í viðtöl og græja ýmislegt. Það er alveg yndislegt að ég fékk margar fyrirspurnir um viðtöl en það tekur auðvitað tíma. Á laugardaginn vaknaði ég svo og þurfti loksins ekki að vera mætt neitt. Ég fór svo með síðustu sendinguna á pósthús í dag, nú þarf ég að þrífa íbúðina sem ég gisti í í Kaupmannahöfn og ég var að kaupa vín, romm og blóm fyrir alla sem voru að hjálpa mér, gáfu vinnuna sína og trúðu á mig. Ég er bara svolítið meyr eftir þetta.“ Logi Þorvaldsson framleiddi sýninguna ásamt Sól.Vísir/Dóra Kostar milljónir að setja upp sýningu Sól flýgur aftur til London á morgun þar sem hún er búsett og við taka önnur verkefni sem hafa verið í biðstöðu. „Ég ætla samt líka að reyna að taka mér smá frí,“ segir Sól kímin. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að fá að vera með á svona stórum vettvangi. „Þegar ég komst að því að ég fengi að vera hluti af þessu New Talent prógrammi, það var mikill heiður. Þú getur sótt um það sem upprennandi hönnuður og færð að taka þátt frítt í opinberri dagskrá. Yfirleitt kostar þetta nokkur hundruð þúsund, bara að vera fá að vera í opinberri dagskrá á tískuviku. Þau hringdu í mig, buðu mér að taka þátt frítt og boltinn fer að rúlla út frá því.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Það er gríðarlega kostnaðarsamt að halda svona sýningu þrátt fyrir að þurfa ekki að greiða þátttökugjald. „Allt var fjármagnað hjá mér sjálfri þannig að ég þurfti að vera dugleg að reyna að fá styrki og fá greiða frá vinum. Ég var að reyna að halda kostnaðinum mjög lágum en það er sagt að það sé gott ef þú nærð að halda sýningu undir fjórum milljónum, sem er ekki eitthvað sem ég á í rassvasanum. Ég vildi gera þetta ógeðslega vel því þá verður líka auðveldara að fá fjármagn fyrir næstu sýningu i janúar. Það hefur líka alltaf verið markmiðið, að sýna hvað ég get gert og gera það ógeðslega vel svo að fólk vilji fá mig aftur og vilji fjármagna. Maður er ekkert með fjórar milljónir tvisvar á ári til að henda í sýningar.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Stáltaugar og gott fólk Það skiptir gríðarlegu máli að hafa trú á sér í bransa sem þessum og segist Sól leggja mikið upp úr því. „Þú þarft stáltaugar til þess að geta verið í þessu, lausnamiðaða hugsun og gott teymi. Það skiptir öllu að passa sig að hafa gott fólk í kringum sig. Ég reyni að umkringja mig fólki sem er klárara en ég, fólki sem kann að leysa vanda og trúir á mig. Það er alveg ómetanlegt að eiga slíkt fólk að. Flestir í teyminu mínu unnu launalaust og ég líka en sem betur fer var ég með nokkra styrki til þess að þetta gengi upp. Ég get ekki lagt nægilega áherslu á það hvað gott teymi skiptir miklu. Og ekki vera með teymi sem segir að allt sé frábært. Fáðu teymi sem ögrar þér, segir þér þegar eitthvað er ekki nógu gott. Þú verður að geta tekið gagnrýni, höndlað það sem þarf að breyta og laga, allt sem kemur upp og þú bara getur ekki stjórnað. Það er svo margt sem getur gerst sem er ekki hægt að stýra.“ View this post on Instagram A post shared by Sól Hansdóttir (@solhansdottir) Frábær viðbrögð frá Vogue Sól segir að nú taki raunveruleikinn við og á næstu vikum fái hún að sjá viðtökur frá kaupendum. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar í fjölmiðlum, nokkrir miðlar frá Vogue hafa til dæmis gefið sýningunni mjög jákvæða umfjöllun. Ég er fáránlega þakklát fyrir það, ég var ekki endilega að búast við því eða maður getur í raun aldrei vitað við hverju má búast. Ég er auðvitað að opna mig rosalega með þessari sýningu og er berskjölduð, maður er að sýna sex mánaða vinnu sem maður hefur lagt ótrúlega mikið í, tíma og pening. Ég er bara að springa úr þakklæti,“ segir Sól að lokum. Ásta Fanney flutti ljóð á íslensku og ensku.Vísir/Dóra Fyrirsæturnar voru umkringdar svokölluðum selfie ljósum en Sól er ekki par hrifin af þeim og fannst ákveðin kómík að hafa þau á sýningunni.Vísir/Dóra Ævintýralegar flíkur Sólar vöktu athygli.Vísir/Dóra Sól Hansdóttir var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst í fyrra. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan:
Íslendingar erlendis Tíska og hönnun Danmörk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira