Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Stór­kost­leg á­hrif á fín­gert hár

Hefurðu túberað á þér hárið til að það sýnist þykkara? Mokað í það efnum og blásið á háum hita til að það haldi fyllingu út daginn? Nýja vörulínan frá John Frieda PROfiller+ er sérstaklega þróuð til að gefa þunnu, fíngerðu og brothættu hári meiri fyllingu og næra það og styrkja í leiðinni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Elsta vöru­merki Bret­lands fær nýtt út­lit

Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Konurnar á bak við Bríeti

Íslenska stórstjarnan Bríet er þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu sína og tjaldar öllu til þegar að það kemur að hári, förðun og fatnaði. Á bak við Bríeti eru þrjár öflugar listakonur sem þróa með henni þessi mjög svo einstöku lúkk en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá samstarfinu.

Lífið
Fréttamynd

Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum

Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hjarðhegðun Ís­lendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

Lífið
Fréttamynd

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Klæðir sig upp í þema fyrir öll mögu­leg til­efni

Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið

Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala

Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur hönnuður með fatalínu á tísku­viku

„Adrenalínið var alveg í hámarki eftir sýninguna,“ segir hin 24 ára gamla Thelma Gunnarsdóttir sem er nýútskrifaður fatahönnuður og nú þegar farin að taka þátt í spennandi verkefnum. Hún sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku en blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu á Grammys: Lauf­ey skein skært í Chanel

Grammy verðlaunin fóru fram í 66. skipti í gærkvöldi með pomp og prakt í Crypto höllinni í Los Angeles. Stjörnurnar glitruðu á rauða dreglinum í sínu allra fínasta pússi og þar á meðal voru Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín og Ólafur Arnalds, sem hlaut tilnefningu. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“

Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mafíu-trendið sem tröll­ríður TikTok

Samfélagsmiðlar geta haft gríðarleg áhrif á tískubylgjur hvort sem það er í fatnaði, förðun, tónlist, kvikmyndum eða öðru. Nýtt trend tröllríður nú samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Það snýr að ýktum glamúr stíl sem kallast mafíu-eiginkonu fagurfræðin eða „Mob wife aesthetic“. 

Lífið
Fréttamynd

Fal­legustu bækur í heimi til sýnis í Garða­bæ

Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. 

Menning