Tíska og hönnun

Lófa­klapp og lita­gleði á tísku­sýningu út­skriftar­nema

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Útskriftarsýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands var hin glæsilegasta.
Útskriftarsýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands var hin glæsilegasta. Eygló Gísla

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram með pomp og prakt í Hörpu á föstudagskvöld. Fatahönnuðir framtíðarinnar sýndu útskrifarverk sín við frábærar undirtektir gesta. Bjarni Einarsson tökumaður Vísis var á staðnum og tók upp sýninguna en hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér í pistlinum. 

Verkin voru einstaklingsverkefni sem samanstanda af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda. 

Hönnuðirnir voru þau Andri Páll Halldórsson Dungal, Brynja Líf Haraldsdóttir, Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir, Jóhanna María Sæberg, Rubina Singh og Sigurey Bára Reynisdóttir. Anna Clausen var sýningarstjóri og listrænn stjórnandi. 

Hér má sjá tískusýninguna í heild sinni: 

Klippa: Tískusýning fatahönnunarnema LHÍ





Fleiri fréttir

Sjá meira


×