Lífið

Ragga Gísla út­skýrir gjörninginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragga Gísla verður með gjörning.
Ragga Gísla verður með gjörning.

Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl.

Á dagskrá er að finna yfir 100 sýningar og 200 viðburði. Hönnuðir, arkitektar, tónlistarfólk og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, leiðsögnum og forvitnilegum viðfangsefnum. Vala Matt fór og ræddi við Álfrúnu Pálsdóttur og Ragnhildi Gísladóttur um spennandi dagskrá Hönnunarmars í Íslandi í dag í síðustu viku.

„Ég ætla koma með borðstofuborð hingað sem breytist í eitthvað annað þegar gjörningurinn er hafinn,“ segir Ragga og heldur áfram.

„Við verðum fjögur í þessu í einu í þrjá daga en reyndar alltaf mismunandi hópur. Þetta er allt tónlistarfólk,“ segir Ragga en gjörningurinn kom til hennar í draumi.

„Þetta var alveg sturlaður draumur. Ég gat ekki gleymt þessu. Diskamotturnar eru með göt undir sér og þar eru hólf og þar eru hljóðfæri sem við getum notað í spuna. Við ætlum að taka þetta upp og vinna síðan áfram með það. Þetta er skemmtilegt verkefni og er búið að taka svolítinn tíma.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.