„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Körfubolti 16. maí 2024 23:22
„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 16. maí 2024 22:54
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 94-91 | Tvíframlengdur spennutryllir Keflavík er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Ef marka má leik kvöldsins verður einvígið algjör veisla allt til enda. Körfubolti 16. maí 2024 22:20
Besti Belginn í Subway deildinni samdi við Hauka Haukar hafa fengið öflugan liðstyrk í kvennakörfunni með því að semja við einn besta evrópska leikmann deildarinnar. Körfubolti 16. maí 2024 15:14
Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 16. maí 2024 14:01
Birna með slitið krossband og missir af úrslitaeinvíginu Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík. Körfubolti 15. maí 2024 22:30
„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Körfubolti 14. maí 2024 12:02
„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 22:11
„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 21:45
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 81-76 | Háspennuleikur og Keflavík komið í úrslit Keflavík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Stjörnunni í oddaleik. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðum Stjörnunnar í rimmu sem mun seint gleymast. Körfubolti 13. maí 2024 21:05
Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 13. maí 2024 14:07
„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. maí 2024 12:01
„Það bjóst enginn við því að við myndum fara svona langt“ Ísold Sævarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sjö stiga sigur gegn Keflavík 86-79. Sport 9. maí 2024 17:40
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-79 | Einvígið á leið í oddaleik Stjarnan og Keflavík mættust í fjórða sinn í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík gat með sigri sent Stjörnuna í sumarfrí en ólseigar Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp. Körfubolti 9. maí 2024 17:30
„Eigum ekki skilið að vera komin í úrslitin“ Keflavík tapaði gegn Stjörnunni á útivelli 86-79. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir tap dagsins. Sport 9. maí 2024 17:17
Aþena upp í Subway-deildina Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77. Körfubolti 7. maí 2024 22:45
„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 6. maí 2024 22:18
„Það er þjálfarinn sem á að stíga upp og finna betri lausnir“ Þorleifur Ólafsson og hans konur í Grindavík eru komnar í snemmbúið sumarfrí eftir að Njarðvíkingar sópuðu liðinu út úr 4-liða úrslitum en Njarðvík vann þriðja leik liðanna í Smáranum í kvöld 69-82. Körfubolti 6. maí 2024 21:58
Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 69-82 | Njarðvík í úrslit Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna. Körfubolti 6. maí 2024 21:05
„Ef maður fær opin skot þá verður maður að taka þau“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli í þriðja leik liðana í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Blue-höllinni í Keflavík, lokatölur 87-78. Körfubolti 5. maí 2024 20:15
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 87-78 | Heimakonur einum sigri frá úrslitum Keflavík lagði Stjörnuna í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Eftir jafnan leik seig Keflavík fram úr og vann sigur sem þýðir að staðan í einvígi liðanna er 2-1 og Keflavík aðeins einum sigri frá úrslitaeinvígi deildarinnar. Körfubolti 5. maí 2024 19:40
„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. Körfubolti 3. maí 2024 08:00
„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Körfubolti 2. maí 2024 21:43
„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 2. maí 2024 21:28
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 66-58 | Njarðvíkingar einum sigri frá úrslitum Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn. Körfubolti 2. maí 2024 18:31
Emil tekur við Haukum af Ingvari Emil Barja hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Ingvari Guðjónssyni. Körfubolti 2. maí 2024 14:22
„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. Sport 1. maí 2024 17:45
„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. Sport 1. maí 2024 17:20
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 85-82 | Hvolpasveitin jafnaði einvígið Stjarnan skellti deildarmeisturunum eftir ótrúlegan leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þar sem Stjarnan var yfir meiri hlutann af leiknum í forystu. Lokasekúndurnar voru ótrúlegar og heimakonur náðu að klára leikinn. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Körfubolti 1. maí 2024 16:40
Fengið nóg af því að vera ruslakista fyrir viðbjóð frá fólki „Þetta er bara komið gott,“ segir körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson sem hefur fengið sig fullsaddan af ófyrirleitnum skilaboðum. Aðkasti í garð dómara. Hann segir fyrst og fremst umbreytingu þurfa að eiga sér stað hjá dómurum. Svona áreiti eigi ekki að stinga í vasann. Hann vill skítkastið upp á yfirborðið. Þá fyrst sé möguleiki á því að þeir sem sendi slík skilaboð sjái að sér. Körfubolti 30. apríl 2024 10:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti