Körfubolti

Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðinn Ena Viso var mjög öflug með Njarðvík í kvöld.
Fyrirliðinn Ena Viso var mjög öflug með Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego

Njarðvíkurkonur eru komnar á mikla siglingu í Bónus deild kvenna í körfubolta en þær unnu fjórða sigur sinn í röð í kvöld.

Njarðvík vann þá 28 stiga sigur á nýliðum Hamars/Þórs, 98-70.

Njarðvíkurliðið var án stiga eftir tvær umferðir en stelpurnar hans Einars Árna Jóhannssonar þéttu raðirnar og eru það lið deildarinnar sem hefur unnið flesta leiki í röð.

Njarðvík gaf tóninn strax í byrjun með því að komast í 18-4 í upphafi leiks. Liðið var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 29-19, og ellefu stigum yfir í hálfleik, 56-45.

Njarðvíkurliðið var síðan komið 24 stigum yfir, 79-55, fyrir lokaleikhlutann.

Fyrirliðinn Ena Viso var mjög öflug með Njarðvík í kvöld með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hin unga Hulda María Agnarsdóttir átti líka mjög góða innkomu af bekknum, skoraði 10 stig í fyrri hálfleik og endaði með 13 stig.

Emilie Sofie Hesseldal var þrennu í leiknum í kvöld, hitti ekki vel en var með 10 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar.

Brittany Dinkins skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Fleiri ungar stelpur voru líka að gera góða hluti eins og þær og Bo Guttormsdóttir-Frost (16 stig) og Sara Björk Logadóttir (14 stig).

Hjá Hamar/Þór var Hana Ivanusa með fimmtán stig, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði níu stig og Abby Beeman var með níu stig, tólf stoðsendingar og átta fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×