Körfubolti

Dinkins sökkti Aþenu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dinkins var illviðráðanleg í kvöld.
Dinkins var illviðráðanleg í kvöld. Vísir/Diego

Brittany Dinkins var stigahæst þegar Njarðvík lagði nýliða Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Njarðvík 70-63.

Aþena hafði aðeins unnið einn leik fyrir viðureign kvöldsins og það byrjaði ekki byrlega þar sem liðið skoraði aðeins 11 stig í fyrsta leikhluta leiksins. Gestunum tókst þá að spila ágætis vörn og voru því aðeins sex stigum undir í hálfleik, staðan þá 31-25.

Bæði lið spiluðu fínan sóknarleik í þriðja leikhluta en í þeim fjórða hrökk allt í baklás. Það hentaði Njarðvík svo sem ágætlega og þær sigldu sigrinum nokkuð örugglega heim.

Ena Viso átti góðan leik í grænu.Vísir/Diego

Dinkins fór mikinn í leiknum og skoraði 27 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Ena Viso kom þar á eftir með 11 stig ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Í liði gestanna skoruðu Ajulu Obur Thatha og Barbara Ola Zienieweska báðar 17 stig. 

Sigur Njarðvíkur þýðir að liðið er nú með þrjá sigra eftir fimm leiki, líkt og Hamar/Þór. Aþena á sama tíma hefur unnið aðeins einn af leikjum sínum til þessa og situr á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×