Körfubolti

Sóknar­leikur í fyrir­rúmi þegar Þór lagði Tinda­stól

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þór Ak. vann góðan sigur í kvöld.
Þór Ak. vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Þór Akureyri lagði Tindastól með sjö stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 102-95.

Segja má að bæði lið hafi mætt vel stemmd til leiks sóknarlega þar sem þau röðuðu stigum á töfluna í fyrsta leikhluta. Varnarleikur liðanna tók aðeins við sér í öðrum leikhluta og það hægðist á sóknarleik Þórsara sem skoruðu að vild í fyrsta leikhluta.

Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 52-46 og allt galopið. Þór Ak. lagði svo grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta og unnu leikinn á endanum með sjö stiga mun.

Amandine Justine Toi var stigahæst í liði Þórs með 25 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Madison Anne Sutton skoraði 14 stig, tók 23 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Edyta Ewa Falenzcyk skoraði 28 stig í liði Tindastóls. Þar á eftir komu Randi Keonsha Brown og Oumoul Khairy Sarr Coulibaly með 21 stig hvor. Sú síðarnefnda tók einnig 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Bæði lið hafa nú unnið tvo leiki og tapað þremur þegar fimm umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×