Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 23:17 Stephen A. Smith og LeBron James. Keith Birmingham/Getty Images Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli. Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti