Haukar voru betri í dag Pálmi Þórsson skrifar 27. nóvember 2024 22:19 Friðrik Ingi viðurkenndi að Haukar hefðu verið sterkara liðið í kvöld. Vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. „Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Ég er hundfúll hvernig þetta þróaðist. Við sýndum ágætis kafla í fyrri hálfleik og kannski hefðum við getað gert örlítið betur og þá hefðum við haft yfirhöndina. En einhvern veginn byrjum við ekki vel í seinni hálfleik, missum þær svolítið frá okkur og erum þar af leiðandi að berjast við að koma til baka. Sem við eyðum mikilli orku í.“ „Haukar voru bara betri í dag. Ákvarðana tökur hjá þeim og einn á einn hæfileikar undir pressu að koma sér í þær stöður sem liðið vildi. Haukar voru bara betri í því í dag.“ Keflavíkur stelpum gekk illa að skapa sér góð færi þegar leið á leikinn og voru eitt af þeim orsökum að boltinn gekk einfaldlega ekki nægilega hratt milli manna og hafa lið sem Friðrik Ingi þjálfað oft á tíðum verið þannig lið að boltinn hreyfist hratt og mikið. Hann var auðvitað ósáttur með það í þessum leik. „Það er auðvitað grundvallar atriði að hreyfa boltann hratt og vel. Mér fannst koma kaflar þar sem við vorum að stoppa boltann allt of mikið og ætla jafnvel að drippla alla leið til þess leikmanns sem átti að fá boltann. Þannig svæðin verða allt of þröng og einn varnarmaður getur jafnvel dekkað tvo sóknarmenn. Að sjálfsögðu verðum við að gera betur í því.“ „Kannski er það tenging við það sem ég var að segja áðan. Við hefðum þurft á því að halda að hreyfa boltann hraðar því í dag höfðum ekki þá eiginleika að skapa eitthvað upp úr engu.“ „Við vorum einfaldlega ekki nógu skarpar og ekki nógu hraðar. Þess vegna hefði boltinn mátt fljóta miklu hraðar og miklu meira til þess að skapa okkur betri skot og einhver svæði fyrir aftan til að fara bakdyra megin og svo framvegis. Alveg klárlega þurfum við að gera miklu betur í því,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira